í Crossfitinu og ég er svooo sátt :) Tímarnir byggjast að miklu leyti
upp í æfingu á tækni og kennslu í æfingum sem ég er mjög sátt við.
Fyrsti tíminn fór t.d. bara í kennslu á uppsetum, hnébeygjum og
armbeygjum :p og gerðar ófáar svoleiðis og svo er endað tímann í einni
æfingu sem hefur hæst farið í 16 mín og vá, maður keyrir sig alveg út.
Síðan eru sett fyrir heimaverkefni þannig að maður er nógu
samviskusamur nær maður góðum 6 æfingum á viku út úr þessu. Helgin
verður nýtt til að gera heimaverkefnið sem sett var fyrir á
fimmtudaginn og ég komst ekki í vegna tónleika og 1 km sunds sem ég á
að gera um helgina. Í hreinskilni sagt er ég þó mjög kvíðin fyrir þar
sem ég er EKKI sundmanneskja en ég mun gera mitt besta og taka
allavega nokkrar ferðir og jafnvel einbeita mér aðeins að bætingu í
sundinu á næstunni.
Held ég reyni að gera eitthvað núna áður en harðsperrurnar hellast
yfir mig af fullum krafti sem ég finn að eru á leiðinni eftir hörku
æfingu í gær :P
kv. r