Saturday, August 22, 2009

Reykjavíkurmaraþonið

10 k - 60.59 -> með hálsbólgu svo ég er nokkuð sátt :) Er ekkert smá ánægð að hafa drifið mig, hafði miklar efasemdir í morgun út af hálsinum síðan var þetta bara gaman.
Æðislegt að sjá stemninguna sem myndast í kringum þetta og hvatningin á leiðinni, vá! bara geggjað og maður fékk gæsahúð yfir þessu öllu saman.

Nú er bara spurningin um að bæta sig, Powerade hlaupin í vetur??

kv. r

Friday, August 21, 2009

Hlaup

á morgun og við erum komin með hálsbólgu! Þetta verður eitthvað skrautlegt...

r

Wednesday, August 19, 2009

styttist og styttist

Í 10 km RM og ég get ekki beðið!  Fór í vikunni í fyrsta skipti yfir 10 k og mér leið bara þrusuvel J Bara skemmtilegt og ég hefði getað hlaupið mun lengra, sá fyrir mér í fyrsta skipti að hægt væri fyrir mig að hlaupa 21 jafnvel næsta sumar eða allavega prófa það einhvern tímann. Fannst þetta alltaf vera svo fjarlægur draumur en það er það bara ekki neitt, tala nú ekki um ef ég verð áfram dugleg að hlaupa.

 

Fyrir ári síðan gat ég ekki hlaupið út í sjoppu, hafði ætlað að fara í RM 2008 en gaf mér aldrei tíma til að byrja að hlaupa og þetta var meira bara svona “í orði en ekki á borði” :p (kannski ekki rétt orðað en fann ekkert betra) og nú er þetta bara eitthvað sem er komið til að vera held ég bara. Get bara ekki beðið eftir hlaupinu og ég veit að ég kemst þetta alveg þótt að maður taki þetta kannski ekki undir 60 ;)

 

Nú þarf maður svo bara að fara að finna sér nýtt markmið og ný hlaup til að taka þátt í. Veit þó að ég hlakka til að fara að lyfta aftur reglulega í næstu viku sem hefur setið svolítið á hakanum vegna hlaupaæfinga sem hefur þurft að koma að vegna þess hve stutt var í stóra daginn.

 

Vonandi hlaupa sem flestir, við ætlum allavega öll á mínu heimili J

 

Kv. r

Thursday, August 6, 2009

úff

ok - þetta er farið að styttast óhugnalega mikið - Reykjavíkurmaraþon og maður er bara pínulítið stressaður eftir nokkuð erfiða 5 k keppni í kvöld, á rétt undir 30 og að þurfa að taka helmingi meira á sama hraða!! ÚFF

En æfa, æfa og vera með, er það ekki bara málið??

r