Wednesday, May 20, 2009

Allavega búin að hjóla einu sinni

Já, náði að hjóla í gær, 22 km alls og skellti mér svo á hlaupaæfingu um kvöldið. Er ekki frá því að maður hafi verið svolítið búinn á því eftir þetta allt saman. Frábært að hjóla í svona góðu veðri og ánægð með að hafa ekkert þurft að fara af hjólinu. Í fyrra man ég eftir að hafa þurft að stíga stundum af hjólinu, t.d. á leiðinni heim þegar að maður var að hjóla upp Borgarspítalabrekkuna nú eða brekkuna við hliðina á kirkjugörðunum en núna tók maður þetta eins og ekkert væri (segi það nú kannski ekki alveg, þetta var erfitt en hafðist).
Línuskautanámskeið í dag, er ekki sumarið yndislegt!

Friday, May 15, 2009

smá update

Jæja, sumarið komið og ég ekki einu sinni búin að hjóla í vinnuna L En það stendur vonandi til bóta í næstu viku en það er búið að vera klikkun í skutleríi og veseni þessa vikuna. Annars ganga æfingarnar sæmilega vel, nú fer að koma að því að við störtum “sumarátaki” í vinnunni og þá eflist maður aftur upp:

Annars ætla ég að byrja í hlaupahóp í næstu viku og gera þetta svolítið markvisst. Annars er það bara útiveran, línuskautar og góðar æfingar úti, bara gaman. Mataræðið bara sæmó en hreyfingin hefur stundum dottið niður í þrisvar í viku :S en það stendur til bóta með hlaupunum!

 

Kv. r

 

Thursday, May 7, 2009

Sumarið handan við hornið

Og þá opnast svo margir möguleikar hreyfingarlega séð J Nú er hjólað í vinnuna byrjað og að sjálfsögðu ætlar maður að taka þátt, get reyndar ekki byrjað fyrr en í næstu viku en hey, skila 22 km allt í allt fyrir daginn svo ég er nú bara sátt við það! Skelltum okkur svo vinkonurnar á línuskauta í gær og vá, það var svo gaman.

Annars er þetta búið að ganga bara nokkuð vel – datt niður í smá leti en hætti þó aldrei alveg, var kannski bara ekki að taka alveg nógu mikið á í ca. 10 daga en hef þó haldið mig á beinu brautinni miðað við allavega fjórar æfingar í viku, annað hvort hlaupa eða lyfta og svo núna bætist við hjól og línuskautar J Leið samt vel að lesa svo Gnístran tanna færsluna hennar Röggu, greinilega algeng tilfinning að fá smá leiða.

Stutt takmark: ná einu 10 km hlaupi í júní og fara að finna mér tíma til að komast á Esjuna J

 

Later,

 

r