Thursday, January 29, 2009

Endurnærð

Það er ótrúleg ládeyða yfir manni eitthvað núna en sem betur fer gefur maður sér tíma til að mæta og fara í ræktina. Var ótrúlega morgunsvæf í morgun og náði ekki að vakna kl. 6 en ætlaði engan veginn að nenna í hádeginu en dreif mig samt að lyfta skv. áætlun. Ákvað að taka svo bara vel á þessu, tók þyngri lóð en vanalega (sé það að ég hefði átt að vera löngu búin að þyngja aðeins) og er bara endurnærð eftir þetta. Þar sem síðustu vikunni í hlaupaprógraminu er nú að ljúka þarf maður að setja sér ný markmið - taka 5 km á ákveðnum tíma áður en ég held í prógram nr. 2 og svo bara lyfta, lyfta og lyfta!

kv. r.

Monday, January 26, 2009

Skemmtileg helgi að baki

... en herfileg hvað varðar mat og hreyfingu. Komst/fór ekkert í ræktina en hafði 5 skiptum í vikunni þannig að nú er bara að spýta í lófana og halda áfram, maður er samt enn hálfryðgaður á mánudagsmorgni en það breytist vonandi eftir æfingu!

En þetta var frábær helgi – gaman að sjá það að þessi 3 kg sem eru farin hafi haft eitthvað að segja en þó aðallega styrkingin. Fékk ekkert smá mikið af commentum um hvað ég hefði grennst og liti vel út, allt frá fólki sem hafði ekki hugmynd um að ég væri í einhverju átaki ;) Bara frábært. Þetta sýnir bara það að þótt að ég hafi skv. BMI verið í kjörþyngd (reyndar efri mörkum) að þá er ég að koma mér út úr herfilegu formi sem verður betra og betra með hverjum deginum sem líður. Núna er mig farið að langa að gera allskonar hluti sem maður hefði ekki ímyndað sér áður, s.s. þrekmeistaraæfingar, crossfit og you name it. Kannski næsta haust, maður veit aldrei!

Nú er næsta takmark að lækka enn frekar í fituprósentu og sjá centimetrana fjúka! Verð samt að fara að horfast í augu við þá staðreynd að ég VERÐ að fara að kaupa mér buxur sem haldast uppi :D Bara gaman!

 

Kv. r

Friday, January 23, 2009

Er sátt eftir mælingu

 

Jæja, fór í “hálfa” mælingu hjá einkaþjálfaranum, náði honum í mýflugumynd á milli kúnna þar sem hann náði að taka helstu mælingar sem þarf fyrir upphaf heilsuátaksins hér í vinnunni. Hann ætlaði svo að taka almennilega mælingu eftir rúma viku þar sem allt verður tekið og reiknað út. Hann náði s.s. ekkert að reikna neitt út núna (cm farnir, fituprósentan) en allavega eru 3 kg farin ásamt því að hann sagði að töluvert af centimetrum væru farnir :D Fannst þetta í fínu lagi hjá mér svo ég er líklega sú eina sem var mæld í upphaf átaksins sem var virkilega sátt :D Þetta er svo sem ekkert gríðarlegur árangur, held ég hafi verið mæld mánaðarmótin okt-nóv en samt, jólin inn í þessu ásamt því að ég veit að það er uppbygging á vöðvum með inni í þessu ;)

 

Fyrsta svindlið áðan í föstudagskaffinu hér í vinnunni en samt bara pínu brauð og pínu ostasalat, hef haldið mig frá brauði alla vikuna svo þetta telst varla með. Kvíði hálfpartinn fyrir “nammidegi” á morgun en allavega verður góður matur og jafnvel pínu bjór í árlegu partýi hjá vinunum.

 

Smá mynd að komast á þetta hjá mér og skipulag. Hlakka til að halda áfram!

 

Kv. r

 

Thursday, January 22, 2009

Og enn beðið eftir mælingu

 

 

...sem hefur frestast af óviðráðanlegum orsökum hjá þjálfaranum en krossum putta að það verði á morgun J

En annars allt gott enn sem komið er, lyftingaræfing í morgun, en þó í styttra lagi sökum morgunleti en náði þó að taka vel efri part. Þessi vika ætlar að vera nokkuð góð bara hjá mér (7,9,13). Vonandi steypist maður bara ekki niður í þunglyndi á morgun eftir mælinguna ;)

 

Later r (sem er orðin biggest loser aðdáandi en saknar þeirra í sjónvarpinu)

Wednesday, January 21, 2009

So far so good

Jæja, so far so good. Mælingarnar voru því miður ekki í gær en verða vonandi í dag eða á morgun. En náði einni góðri æfingu í gærmorgun, fer svo á eftir svo að hreyfingarlega er allt í góðu. Mataræðið er líka að gera sig, fékk mér reyndar sneið af heimagerðri pizzu í gær, en fyrir utan það er allt brauð farið út (nema hrökkbrauð) og það sem meira er, ekki einn sopi af Coke Zero :D Bara ljúft, ég sakna þess meira að segja ósköp lítið, nema ef ég er ótrúlega þreytt að deginum til en maður getur orðið svolítið lúinn af að mæta snemma í ræktina og taka svo vinnudaginn, gengur ekki alveg nógu vel að sofna.
En, eins og ég segi allt í orden. Ætla að reyna að bæta inn einni lyftingaræfingu í viðbót með hlaupunum þannig að þær verði þrjár. Rak augun í þetta hjá Röggu nagla, sem á hrós skilið fyrir frábæra síðu og ráðleggingar, ásamt því að svara alltaf öllum "aula"spurningum sem rata til hennar.
Mæli með síðunni hennar ;)

kv. r

Monday, January 19, 2009

Enn ein vikan runnin upp

Jæja, nú er enn ein vikan runnin upp, janúar fer að verða búin! Eins og kom fram í fyrri færslu er nú farið af stað (frá og með deginum í dag) heilsuátak í vinnunni og verða mælingar á morgun, um miðbik átaksins og svo í lokin. Átakið stendur svo fram á vor.

 

Það verður fínt að hafa smá aðhald. Stefnan er núna að fara að mæla sig markvissar og vigta ásamt því að fara núna 100% í matarátak, sleppa snakkinu á kvöldin og svoleiðis ;) Reyna að borða rétt og hollt með einum nammidegi í viku. Þetta kemur allt svona í smáskrefum hjá mér, nú er ræktin orðin nokkuð stabil og komin meira inn í rútínuna og gæti hreinlega ekki hugsað mér að sleppa henni alveg. Mataræðið hefur verið alveg sæmilegt en ekki nógu markvisst – hef leyft mér of mikið, snakk hér og snakk þar og jafnvel einn bjór eða rauðvínsglas hér og þar. Nú skal vigtin fara niður á við ásamt hinu mikilvæga: að cm fari af og fituprósentan minnki J

 

Sjáum til hvernig gengur, dagur 1 í dag!

 

Fór annars í ræktina í morgun á brettið, hlaupin að koma aftur, náði allavega 4 km í morgun og stefni á 5 km í næstu viku. Fínt að taka aðeins á, verkirnir farnir í mjöðm/lærum ;) með hjálp góðra ráða frá þjálfaranum.

 

Kv. r

Friday, January 16, 2009

OMG OMG

Brjálað heilsuátak í vinnunni, keppni og alles - ekki veitir af að veita smá aðhald :S

Tímasetningin hentar svo sem ágætlega ;)

kv. r

Skróp

Vá, mér finnst ég hafa verið að skrópa að mæta ekki í ræktina í gær, aðstæðurnar buðu einfaldlega ekki upp á það en finnst þetta samt erfitt. En þegar að það lendir á mér að fara með og sækja börnin í leikskólann ásamt tómstundum þá gefst bara ekki tími - en engar fleiri afsakanir, fer í hádeginu í dag og reyni að skella mér á hjólið og taka almennilega á því. Byrja síðan aftur aðeins að hlaupa á morgun en verð líklega aðeins að bakka í prógraminu út af þessari stuttu pásu.
Stíft aðhald í næstu viku, maður má ekki detta í svindlin - einn svindldagur varð svolítið stór og þá einhvern veginn varð vikan bara ónýt matarlega séð! Ákvörðun tekin um mælingar sem byrja þá á nammidögum, eins gott að það sjáist svo einhver munur ;)

kv. r

Wednesday, January 14, 2009

Jey - góð æfing áðan

Það er ekki að spyrja að því með þjálfarann góða að þetta var gríðarlega góð æfing áðan, samt bara á svona 80% dampi þar sem æfingafélaginn var með hálfgerða flensu.
En það besta við þetta var þó að hann vissi alveg hvað ég ætti að gera í sambandi við lærin/nárann hjá mér svo vonandi verð ég farin að hlaupa aftur sársaukalaust í byrjun næstu viku eða jafnvel um helgina ef ég næ góðum teygjum á morgun og hinn :) Og nú sé ég fram á að ná markmiðum mínum varðandi hlaupin í vor og sumar.

Svo það verða lyftingardagar nænstu daga með rólegri brennslu og síðan bakka ég aðeins í hlaupaprógraminu og vonandi gengur það aftur jafnvel og áður, mínus verkir.

Vá hvað það lyfti öllu upp að fá svona skýringar og ráðleggingar, er alveg í skýjunum núna eftir góðan dag. Svo reynum við matardagbók eftir helgina og þjálfarinn setur saman eitthvað æfingarprógram líka sem hentar mér!

kv. r

Tuesday, January 13, 2009

Komst þetta

Náði að fara í ræktina seinnipartinn - en því miður næ ég enn lítið að
hlaupa, er með einhvern eilífðarverk í lærunum sem gerir það að verkum
að ég er með svo til stöðuga verki. Veit ekki alveg hvernig ég á að
tækla þetta, en í þetta skiptið hitaði ég bara upp á bretti, fór svo
aðeins á hjólið og lyfti svo aðeins - hendur. Þannig að þessi æfing var
svona sitt lítið af hvoru, svo er það þjálfarinn á morgun, best að ég
eigi við hann orð um lærin á mér. Ef ég þekki hann þó rétt má búast við
einhverjum harðsperrum í fótum á fimmtudaginn, kannski er bara spurning
að vera dugleg á fimmtudeginum líka og reyna að "æfa" harðsperrurnar úr
manni í staðinn fyrir að gera ekkert?

Æ, er bara svo fúl yfir að geta ekki hlaupið, þolþjálfunin gekk svo vel
og svo kemur þetta. En það styttist í mælingar svo maður verður að
halda áfram að vera duglegur, svo er spurning um að fara að henda inn
vikulegum mælingum?? Kannski, ef ég verð líka dugleg í mataræðinu. Nú
er hreyfingin komin inn í rútínuna og þá er bara að taka mataræðið 100%
með er það ekki bara?

kv. r

Klúður.is

Vaknaði snemma í morgun og fór í ræktina. Þegar að þangað var komið kom í ljós að helmingurinn af dótinu hafði verið skilinn eftir heima svo ég byrjaði snemma að vinna með þeirri ætlan að kíkja bara í ræktina eftir vinnu.

En ég er svooo þreytt núna að það verða þung skrefin í ræktina seinnipartinn. Vonandi drattast maður bara af stað þar sem planaður er góður matur í kvöld með góðum vinum.

 

L r

 

Monday, January 12, 2009

Prófa að senda inn færslu

Athugum hvort að þetta gangi.

 

Var mætt rúmlega sex í ræktina, vííí :D Vikan byrjar allavega vel. Skipti þessu aðeins niður núna, fór tæpa þrjá á brettinu (náði allavega að svitna vel þótt ég hafi ekki náð að hlaupa skv. plani, harðsperrur enn til staðar L.

 

EN, náði að taka ágætlega á því í staðinn í lyftingunum. Vonandi heldur vikan bara áfram að vera góð og ekki væri það nú verra ef ég myndi ná að mæta aðeins á morgnana. Síðan er það bara þjálfarinn aftur í vikunni og nú verður mataræðið tekið með í vikunni J

 

Kv. r

Saturday, January 10, 2009

Hlaup

Get sagt ykkur það að ég hef ekki verið mikil (eða bara ekki nein) hlaupamanneskja í gegnum tíðina en ákvað að reyna að byrja núna. Hef fylgt byrjendaprógrammi frá hlaup.is og var komin í næstsíðustu vikuna (hlaupa 14, labba 1, hlaupa 14) (I know ég er bara að byrja). Hljóp svo einu sinni í vikunni, reyndar 14, 2, 15 (á mán) og svo bara í dag og er brjáluð, ég náði ekki nema 14, 2, 10 og þá var ég búin á því ARG. Svo það verður hlaupið af krafti í næstu viku til að geta mjööög fljótlega hlaupið 5 km straight. Get ekki einu sinni kennt um harðsperrunum í dag, þótt þær hafi verið slæmar.

Vonandi gengur þetta betur á morgun og næstu daga. Kveð í bili og fer að horfa á Dr. Who (I know nörd).

kv. r

p.s. varðandi gyminee hef ég ekkert skráð þar inn nýlega - er svo léleg í að finna réttu heitin fyrir lyftingaræfingarnar :S

Friday, January 9, 2009

ARG

Ótrúlega hvað maður getur orðið háður þessu að fara svona ört. Nú er ég á bömmer því ég fór ekkert í ræktina í dag, verð að fara á morgun og hlaupa þar sem ég hef bara náð að fara einu sinni að hlaupa í þessari viku. En það verður erfitt að fara á morgun þar sem ég er að faaarast úr harðsperrum í fótum, efri hlutinn í lagi, bara "venjulegar" harðsperrur en ekkert óvinnuhæf.

Svo það er brettið á morgun :D reyna að mýkja aðeins upp á sér vöðvana. Þarf svo að fara að herða mig upp í að fara að lyfta líka í Laugum í lóðahorninu, innan um alla þessa "góðu"!

En annars góðar kveðjur til allra sem eru í átaki.

kveðja, r

Thursday, January 8, 2009

Maður hafði þetta af

Úff, hvað var hressandi að taka almennilega á, get ekki beðið eftir tímanum í næstu viku! Og svo reynir maður að skella sér á brettið og hlaupa í fyrramálið eeeeða í hádeginu, er ekki alveg búin að gera það upp við mig.
Markmiðið er að taka 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og jafnvel eins og eitt 5 km hlaup fyrst og verður nú unnið hörðum höndum á að ná þessum markmiðum, þolið er að koma sem er ágætt miðað við manneskju sem hefur ekkert hlaupið áður :D Því var það mikið inspiration að lesa viðtalið við hana Evu Margréti í Fréttablaðinu í dag, mæli með því. Hef einnig lesið bloggið hennar nokkuð reglulega: evaogco.blog.is en það er frábært að fylgjast með þessari jákvæðu fjölskyldu. Ég var nú búin að sjá það á blogginu að hún væri hörku hlaupakona en þvílíkt gaman að því að komast að því að fyrir nokkrum árum var hún bara eins og ég :D

So - brettið og lyfta nokkrum sinnum í viku - reyni að púsla þessu eitthvað saman ;)

kv. r

Wednesday, January 7, 2009

Fyrsti tíminn á morgun

Úff, á morgun byrjar alvaran aftur í ræktinni - fyrsti tíminn hjá einkaþjálfaranum sem ætlar að taka okkur nokkrar í gegn :S Í febrúar er svo stefnan sett á mælingar sem kíkja kannski hingað inn á síðuna.
Var sæmilega dugleg í ræktinni yfir hátíðarnar, en matarlega séð hefði ég mátt standa mig miklu betur, fyrir utan bjórinn og rauðvínið sem maður drakk með matnum og á kvöldin en nýjir tímar á nýju ári!

Læt vita hvernig þetta fer allt saman, allavega erum við hjónin komin í svaka átak :D

kv. r

Prufa

Athugum hvort að maður verði duglegri við að halda sér við efnið ef hægt er að blogga um árangurinn, með þessu er auðvitað verið að tala um átak 2009, en ekki hvað.

Sjáum til hvernig gengur.

xoxo