Saturday, November 21, 2009

Hálfnuð

Jæja, nú er maður hálfnaður á námskeiðinu og þetta er ótrúlega gaman. Tímarnir í WC virðast vera öðruvísi uppbyggðir en í Sporthúsinu svona til að byrja með, mikil áhersla lögð á kennslu og tækni sem er gott og svo endað á einu góðu WODi. Bara gaman.

Nú er ég samt komin á þann stað í æfingunum að ég vil fara að sjá meiri árangur. Og það er algjörlega mér að kenna. Smátt og smátt hefur mataræðið færst á verri hliðina og ýmsir ókostir laumað sér inn aftur, rautt kók, bjór, brauð og fleiri óvinir sem ættu bara að eiga sér stað á nammidögum ef svo oft en virðast hafa dottið inn á fleiri daga vikunnar. Sé sjálf afsökunina: er dugleg að hreyfa mig og má þetta alveg en með þessu næ ég ekkert að bæta mig og nýji tugurinn sem hafði færst svo nálægt mér og glitti stundum í hefur haldið sig þessum 1.5-2 kg frá fast og ekkert þokast í marga mánuði.

 

Spurning um að reyna aðeins að sparka í sjálfan sig seinni part námskeiðisins?

 

R í sjálfsskoðun

Saturday, November 7, 2009

Laugardagur

1 km sund - check :)

r

Fyrsta vikan búin

í Crossfitinu og ég er svooo sátt :) Tímarnir byggjast að miklu leyti
upp í æfingu á tækni og kennslu í æfingum sem ég er mjög sátt við.
Fyrsti tíminn fór t.d. bara í kennslu á uppsetum, hnébeygjum og
armbeygjum :p og gerðar ófáar svoleiðis og svo er endað tímann í einni
æfingu sem hefur hæst farið í 16 mín og vá, maður keyrir sig alveg út.
Síðan eru sett fyrir heimaverkefni þannig að maður er nógu
samviskusamur nær maður góðum 6 æfingum á viku út úr þessu. Helgin
verður nýtt til að gera heimaverkefnið sem sett var fyrir á
fimmtudaginn og ég komst ekki í vegna tónleika og 1 km sunds sem ég á
að gera um helgina. Í hreinskilni sagt er ég þó mjög kvíðin fyrir þar
sem ég er EKKI sundmanneskja en ég mun gera mitt besta og taka
allavega nokkrar ferðir og jafnvel einbeita mér aðeins að bætingu í
sundinu á næstunni.
Held ég reyni að gera eitthvað núna áður en harðsperrurnar hellast
yfir mig af fullum krafti sem ég finn að eru á leiðinni eftir hörku
æfingu í gær :P

kv. r