Friday, July 31, 2009

Long time, no see

Og nú styttist óðum í RM þar sem stefnan verður tekin á 10 k en þó með engum metum. Hef enn mest farið bara í rúma 7, þessi vika var svolítið slöpp hjá mér þar sem ég var á Fimmvörðuhálsi síðustu helgi og labbaði hann á einum degi og vikan hefur eiginlega farið bara í að jafna sig eftir það J Vá hvað ég mæli með þessu fyrir alla, ótrúlega skemmtilegt, erfitt, gefandi og bara allur pakkinn!

Fór þó út í gær og tók um 4 sem gekk bara vel svo nú er ég aftur farin af stað. Vatnsmýrarhlaup jafnvel í vikunni og svo bara lengja, lengja, lengja.

 

r

Friday, July 17, 2009

Vika í bústað að baki

Og furðu lítið slakað á. Náði að fara tvisvar út að hlaupa á malarvegunum, engar vegalengdir lagðar að baki svo sem en tekið á því í sprettunum í staðinn og æfingar á eftir :) Sleppti mér ekkert í matnum, hamborgarar hollir með salsasósu og sýrða rjóma sósunni minni með nóg af grænmeti og nýr uppáhaldsmorgunmatur: hafragrautur með múslí :)
En þetta var nú ekki tekið alveg 100%, það slæddist inn stöku rauðvín með matnum og bjór á kvöldin en það var nú svo sem öll óhollustan (fyrir utan held ég einn ís í hitanum ;) ). Og vitið þið, ég bara fann ekkert fyrir þessu að ég væri að sleppa einhverju. Gat einfaldlega ekki hugsað mér pulsur í vegasjoppum eða einhvern sjöbbí hamborgara, þetta var bara svoooo gott.
En nú er alvara lífsins aftur tekin við, skellti mér það sem átti að vera 6 k í hitanum áðan en var víst bara 5,78 skv. Google earth og vá ég var á floti! Tvær góðar æfingar planaðar í næstu viku + hlaupin en ég nældi mér í hlaupaprógram frá "Sigga P" sem ég ætla mér að reyna að fylgja eftir. Nú er bara lagst á bænina og óskað eftir Garmin eða sambærilegu sem ég þarf ekki að selja úr mér líffæri fyrir ...

kv. r

Thursday, July 2, 2009

Greinilega eitthvað slakað á

í blogginu þessa dagana en ég er þó hvergi nærri hætt, hvorki í bloggi né hreyfingu. Hmm, síðan síðast... Já ég skellti mér í Jónsmessuhlaupið :S bætti mig nú þó ekki síðan í síðasta hlaupi (en fékk ekki verri tíma) en ég mæli ekki með því að skella sér á létta æfingu klukkutíma fyrir hlaupið, þetta var bara pínu erfitt sko (eða bara alveg rosalega) en hafðist þó! Nú er bara að spýta í lófana og fara að æfa fyrir 10 km 22. ágúst sem ég er búin að skrá mig í :D
Æfingar ganga ágætlega að öðru leyti, mættu kannski vera örlítið reglulegri og tíðari en ná þó yfirleitt þrisvar í viku með einhverjum hjólatúrum inn á milli svo þetta er svo sem ekkert svo slæmt.
Mataræði í sæmilegum gír, finnst alltaf svo gott að borða hollt og ferskt á sumrin ;)

kveðja ef einhver er að lesa
r