Og furðu lítið slakað á. Náði að fara tvisvar út að hlaupa á malarvegunum, engar vegalengdir lagðar að baki svo sem en tekið á því í sprettunum í staðinn og æfingar á eftir :) Sleppti mér ekkert í matnum, hamborgarar hollir með salsasósu og sýrða rjóma sósunni minni með nóg af grænmeti og nýr uppáhaldsmorgunmatur: hafragrautur með múslí :)
En þetta var nú ekki tekið alveg 100%, það slæddist inn stöku rauðvín með matnum og bjór á kvöldin en það var nú svo sem öll óhollustan (fyrir utan held ég einn ís í hitanum ;) ). Og vitið þið, ég bara fann ekkert fyrir þessu að ég væri að sleppa einhverju. Gat einfaldlega ekki hugsað mér pulsur í vegasjoppum eða einhvern sjöbbí hamborgara, þetta var bara svoooo gott.
En nú er alvara lífsins aftur tekin við, skellti mér það sem átti að vera 6 k í hitanum áðan en var víst bara 5,78 skv. Google earth og vá ég var á floti! Tvær góðar æfingar planaðar í næstu viku + hlaupin en ég nældi mér í hlaupaprógram frá "Sigga P" sem ég ætla mér að reyna að fylgja eftir. Nú er bara lagst á bænina og óskað eftir Garmin eða sambærilegu sem ég þarf ekki að selja úr mér líffæri fyrir ...
kv. r