Wednesday, May 20, 2009

Allavega búin að hjóla einu sinni

Já, náði að hjóla í gær, 22 km alls og skellti mér svo á hlaupaæfingu um kvöldið. Er ekki frá því að maður hafi verið svolítið búinn á því eftir þetta allt saman. Frábært að hjóla í svona góðu veðri og ánægð með að hafa ekkert þurft að fara af hjólinu. Í fyrra man ég eftir að hafa þurft að stíga stundum af hjólinu, t.d. á leiðinni heim þegar að maður var að hjóla upp Borgarspítalabrekkuna nú eða brekkuna við hliðina á kirkjugörðunum en núna tók maður þetta eins og ekkert væri (segi það nú kannski ekki alveg, þetta var erfitt en hafðist).
Línuskautanámskeið í dag, er ekki sumarið yndislegt!

2 comments:

Anonymous said...

Vá hvað þú ert sniðug að fara á línuskauta námskeið!
Hlaupaæfing? Ert komin í hlaupa hóp?
Rosalega ertu dugleg!!!
Hef sjálf ekki þorað að fara út að hlaupa né hjóla eftir að hafa vitnað doberman árásina :/

rbloggar said...

Þetta var nú bara fyrsta skiptið í gær - undirbúningshópur fyrir Reykjavíkurmaraþonið, hópur fyrir byrjendur :)Frekar erfitt eftir hjólið sko. En já, hlakka til að fara á námskeiðið :)