Thursday, June 11, 2009

Er ekki kominn tími á blogg?

Ég er enn á lífi og enn á fullu! Fyrsta Esjuferðin komin og farin með tilheyrandi hælsæri sem orsakaði hreyfingarleysi nær algert næstu dagana (komst ekki í skó!) en alltaf skal ég brenna mig á þessu svona fyrst á sumrin J, stefni í aðra fljótlega þó, maður verður að ganga sjálfan sig og skónna til fyrir hálsinn í sumar. Hlaupin halda áfram, aðeins verið að grípa í badmintonspaðann og síðan er auðvitað átak í vinnunni eins og alltaf. Alltaf gott að hafa smá gulrót og í þetta skiptið verður átakið bara stutt eða fjórar vikur þannig að ég ætla að reyna að standa mig svolítið vel núna og komast í nýja langþráða tugatölu…

Var annars að taka þetta svolítið saman, held að engin vika síðan í september hafi verið alveg hreyfingarlaus fyrir utan kannski tvær vegna veikinda. Hef aldrei náð svona árangri áður og er alveg gríðarlega stolt af þessu. Þetta (hef svo sem sagt þetta áður) er greinilega komið til að vera og ég ætla EKKI að missa þetta niður. Hef verið niður á við í öllum mælingum síðan í haust, aldrei er mikið að fara en þetta er svona hægt og örugglega og kemst þá vonandi á leiðarenda.

 

Bláa Lónið á sunnudaginn, karlinn að keppa, kannski ég taki þátt á næsta ári (kitlar ótrúlega að fara núna en held að ég bíði aðeins) J

 

Kv. r

 

 

2 comments:

Ella Helga said...

Hrifin af þessu með Esjugönguna. Ætla einmitt að leggjast í víking eina helgina ísumar og þramma þarna upp.

Mætti ég forvitnast hversu lengi þú ert á leiðinni upp á topp og niður aftur?

Anonymous said...

Heyrðu já, vorum 1.20 á leið upp síðast, hægri leiðina. Fórum samt rólega þar sem við vorum með eina lofthrædda með okkur sem var að fara í fyrsta skiptið :) Næst er stefnan á að fara "vinstri leiðina" og draumurinn er að komast upp að steini allavega undir 60 mín :)
kv. r