Saturday, November 21, 2009

Hálfnuð

Jæja, nú er maður hálfnaður á námskeiðinu og þetta er ótrúlega gaman. Tímarnir í WC virðast vera öðruvísi uppbyggðir en í Sporthúsinu svona til að byrja með, mikil áhersla lögð á kennslu og tækni sem er gott og svo endað á einu góðu WODi. Bara gaman.

Nú er ég samt komin á þann stað í æfingunum að ég vil fara að sjá meiri árangur. Og það er algjörlega mér að kenna. Smátt og smátt hefur mataræðið færst á verri hliðina og ýmsir ókostir laumað sér inn aftur, rautt kók, bjór, brauð og fleiri óvinir sem ættu bara að eiga sér stað á nammidögum ef svo oft en virðast hafa dottið inn á fleiri daga vikunnar. Sé sjálf afsökunina: er dugleg að hreyfa mig og má þetta alveg en með þessu næ ég ekkert að bæta mig og nýji tugurinn sem hafði færst svo nálægt mér og glitti stundum í hefur haldið sig þessum 1.5-2 kg frá fast og ekkert þokast í marga mánuði.

 

Spurning um að reyna aðeins að sparka í sjálfan sig seinni part námskeiðisins?

 

R í sjálfsskoðun

2 comments:

Anonymous said...

Þú nærð þessum auka 1.5-2kg fyrir jól... alveg glata að klúðra svona góðum árangri með slæmu matarræði þegar það eina sem vantar er herslu muninn... tekur einn dag í einu fram að jólum... fínt að taka gott nammibindindi fyrir jól... þá freistast maður ekkert :)

Anonymous said...

Já, auðvitað er það rétt hjá þér, einn dagur í einu :) Mun reyna mitt besta ;) r.