Tuesday, March 31, 2009

Þjálfun

Þar sem þjálfarinn okkar er ekkert við þessa vikuna kom það í minn hlut í þetta skiptið að setja saman prógram fyrir okkur í vinnunni sem er bara gaman. Ótrúlegt hvað það munar miklu að vera með einhvern með sér í þessu upp á lyftingarnar og æfingar og við púluðum sko veeel í þessum tíma. Svo tekur einhver önnur að sér næsta tíma en með góðu ætti ég að ná að lyfta þrisvar í þessari viku sem er bara gott. Síðan má nú vorið alveg fara að koma svo maður geti farið að fara almennilega út að hlaupa án þess að fjúka eða frjósa í hel! Er orðin frekar pirruð og vil fá vorið og hana nú!

Mataræði enn nokkuð gott svo þarf maður bara að passa sig um páskana, sem betur fer hef ég aldrei verið mikið fyrir páskaeggin en ég virðist þó eiga mikið auðveldara með að halda reglu þegar að ég er í vinnunni heldur en heima :S Þarf að vinna betur í þessu.

 

Kv. r

 

 

Monday, March 30, 2009

5 á 33

 

 

Svo þetta er allt að koma! Gleymdi hinsvegar hvernig armbeygjuprógramið væri en ég tók 3x5 í staðinn og það coverar þá daginn í dag. Furðulítið mál! Verð síðan í vonandi fínu lyftingarprógrami á morgun svo vikan byrjar mjööög vel J

 

Svo sér maður bara til hvað tekur við eftir 23. apríl!

 

Kv. r

Saturday, March 28, 2009

5 á 35

þ.e. 5 km á 35 mín á bretti áðan. Ok, viðurkenni að ég tók kannski 3 5 sek öndunarbreak (stigið af, ekki stoppað) þannig að þetta voru kannki 4.95 á 35 mín eeeennn það þýðir að maður nær kannski 5 á 30 eins og planið er og þá fer ég í hlaupið á sumardeginum fyrsta! Er bara ánægð með að hafa ekki stoppað eftir 30 mín (eins og ég geri í hádeginu alltaf þar sem ég hef ekki samvisku að taka langan mat) svo núna í stað þess að sjá hvað ég næ langt á 30 mín ákvað ég að sjá hvað ég tæki 5 á :)

kv. r

Friday, March 27, 2009

Vikulok!

Vikan er bara búin að vera aldeilis ágæt. Farið í ræktina mán-fim og næ vonandi að taka eina góða hlaupaæfingu um helgina svo overall er þetta bara fínt. Árshátíðin síðustu helgi var mjög skemmtileg og karlinn var dreginn út að hlaupa daginn eftir þótt það sé kannski ekki eitthvað sem verður oft á dagskránni :S Hann er svo mikið skreflengri en ég þannig að þegar að hann labbaði hratt var ég alveg á fullu, og samt ekki eins og ég sé neitt smápeð! En flott að hafa hann með einstaka sinnum svo ég nái upp hraða :p
Var mun meðvitaðri um matinn og svona þannig að vonandi er maður komin á sæmilega beina braut núna þótt hún sé ekki þráðbein, allavega í bili. Byrja síðan á armbeygjunum í næstu viku! og omg maður bara kvíðir fyrir.

Góða helgi annars ;)
r

Wednesday, March 25, 2009

Arg

Hryllilega pirruð á sjálfri mér núna. Annað hvort hefur ræktin niðri í Laugum verið re-calibreruð (fannst hún alltaf sýna minna en t.d. heima en ákvað að fara bara á þá vigt til að hafa samræmi) eða þá að ég hef þyngst um 1.5 kg síðan við síðustu vigtun. Sem getur vel hafa gerst eftir allt saman OG árshátíð. Stupid ég fór að leyfa mér ýmislegt þar sem “allt gekk svo vel” og vigtin væri nú á niðurleið og ræktin á uppleið! Fór að fá mér einstaka langloku og svona í hádeginu, eggjanúðlur á kvöldin (með brokkólí reyndar en þessi kolvetnaskammtur er ekki sniðugur sem kvöldmatur) og sleppa inn brauði hér og þar sem bara má ekkert gerast. Eftir góða commentið sem ég fékk síðast frá þjálfaranum út af matardagbók hefur sá hluti ekki verið í lagi! Þarf að fara að setja aftur inn matardagbók og svo halda líka áfram þegar að hlutirnir ganga vel.

Það vantar svo sem ekki að ég fór 5x í ræktina í síðustu viku og næ því líklega núna líka en hinn hlutinn þarf bara líka að vera í lagi og ég veit alveg upp á mig sökina. Þannig að nú byrjar maður upp á nýtt matarlega séð. Er með ljúffengt kjúklingasalat í hádeginu og reyni að gera mér ommelettu í kvöld.

Vona svo bara að harðsperrurnar fari að lagast svo maður geti skellt sér í armbeygjuprógramið í næstu viku, hugsa bara að ég taki þetta á tánum þótt að þær séu kannski ekki enn nógu djúpar og fallegar :S.

Kv. r

Wednesday, March 18, 2009

Hér sé stuð

 

Það er virkilega eins og það sé að koma vor! Ræktin gengur fínt, farið tvisvar að hlaupa í vikunni, reyndar inni í hádeginu en nú er stefnan að ná að taka 5 km á 30 mín eða skemur og vonandi kemur það fyrr en varir. Stefni á föstudaginn!! Svo er það bara æfing með þjálfa á morgun og svo baaaalll á laugardaginn, get ekki beðið! Reyni nú samt að fara í ræktina líka þann dag svo maður geti gætt sér eitthvað á gæðamatnum sem verður í boði. Dreg svo karlinn út að hlaupa í þynkunni á sunnudaginn áður en það verður náð í börnin, eða það er planið allavega. Bíðum og sjáum hvernig vikan verður! En – er allavega búin að ákveða það að vorið er komið J

 

Kv. r

Friday, March 13, 2009

Vikulok

Og hún hefur bara verið nokkuð góð, mætti standa mig betur í mataræðinu en fór mán-fim í ræktina, þ.e. tvisvar að lyfta (hörkuæfingar báðar með stelpunum) og tvisvar út að hlaupa. Síðan er planið að taka lyftingar aftur á morgun og hlaupa á sunnudag. Er samt alvarlega að spá í að prófa að tékka á einhverjum byrjendahlaupahópum þar sem ég þarf að komast hraðar! Er stundum of hrædd við að auka hraðann því maður vill ekkis springa. En þetta kemur allt saman hlýtur að vera. J

Þegar að maður er kominn aftur sæmilega af stað er minna mál að drífa sig heldur en þegar að maður er búinn að vera latur. Nú þarf maður bara að taka jákvæðnina á þetta í kreppunni og ekki missa dampinn. Sem betur fer er mikil heilsuvakning hjá vinnufélögum þannig að við erum nokkuð mörg samtaka í þessu. Síðan er bara að horfa á Biggest loser og lifa sig inn í last chance workout æfingarnar og pikka upp mola hér og þar. Tala nú ekki um þegar að maður er að fylgjast með fleiri en einni seríu!

Kv. r

Tuesday, March 10, 2009

Varð að skella þessu inn

Þar sem ég er eiginlega bara himinlifandi eftir mælingarnar og svekkt yfir að hafa ekki lagt aðeins meira á mig ;) Frá því að átakið í vinnunni hófst fyrir ca. 6-7 vikum hef ég reyndar lést lítið eða um 500 g (er reyndar alveg viss um að meira hafi farið en ég síðan bætt því aftur á mig í letikastinu hér um daginn og veikindunum) en fituprósentan farið niður um 3.5 %. Bað hann síðan um að tékk á fituprósentunni síðan í október þegar að við byrjuðum sjálfar og þá hef ég farið úr 38% niður í 31.5% - er svaðalega sátt núna og nú skal ég komast niður fyrir 30%!

kv. r sátta :D

Jæja vikan byrjuð

Og so far so good. Náði að komast út að hlaupa í gær og fer á lyftingaæfingu í dag ásamt mælingu sem ég hlakka ekki til að fara í, veit upp á mig skömmina L Núna er planið að taka þetta af alvöru – ekki stoppa og ætla að gera þetta seinna  heldur að ná jafnri yfirferð yfir þetta allt saman, vorið fer að koma og nóg að gera fyrir sumarið!

Það styttist óhugnlega lega í 5 km hlaupið sem ég var búin að ákveða að fara svo nú verð ég að vera dugleg að fara út og ég ætla að ná þessu sæmilega og enn og aftur lyfta, lyfta, lyfta. Er aðeins að reyna að sparka í rassinn á sjálfri mér hérna til að ná að ýta mér áfram, ekki veitir af. Vonandi fæ ég enn meira boost eftir að ég sé árangurinn úr mælingunum í dag og þær tölur sem þar koma, býst við að þær ýti mér aftur af stað L

 

Kv. r

Friday, March 6, 2009

Vá hvað er auðvelt að detta í gamla farið

Og sleppa því að fara í ræktina. Byrjaði vikuna ágætlega, fór mánudag og þriðjudag en sleppti því síðan næstu tvo daga. Þarf eiginlega að byrja algjörlega upp á nýtt varðandi mataræðið, er farin að leyfa mér of mikið og eiginlega orðið meira af því sem ég er að ”leyfa” mér heldur en því sem ég á að vera að borða. Brauðið er að lauma sér inn aftur og mér finnst ég vera 5 kg þyngri en í síðustu viku en hef ekki þorað að kíkja á vigtina, fer á morgun og kíki í Laugar og tékka þar :S Ekkert sem ég vil endilega en held að maður þurfi eins og smá blauta tusku í andlitið til að koma sér aftur inn í hollustuna og sjá afleiðingarnar af sukkinu síðustu daga.

Þarf að herða mig virkilega í mataræðinu eins og ég sagði og næsta vika skal vera muuun betri hvað þetta varðar. Reyni að blogga samviskusamlega um það J

 

Nóg af væli, fer til þjálfarans á eftir og svo vonandi góð æfing á morgun. Þarf svo að fara að koma aftur hlaupaprógraminu í gang en maður missir örugglega heilmikið af árangrinum sem áður var náð við að stoppa svona L

 

Kv. r

 

 

Monday, March 2, 2009

Mars

Fyrsta æfingin í viku í dag - hlaup á bretti í vinnunni - frekar erfitt, náði ekki fulla hálftímanum mínum :( Þarf greinilega að vinna mikið upp eftir vikuveikindi með tilheyrandi hóstaköstum. En nú er maður búinn að jafna sig svo það er stefnt að góðri viku núna :D Allt of stutt í árshátíð t.d. og sumarið framundan, er það ekki bara??

kv. r