Sunday, April 26, 2009

Letihelgi

en skellti mér samt út og tók 3 km rétt fyrir kvöldmatinn bara svona að gera eitthvað ;) Ætlaði að deila með ykkur sósunni sem ég hafði með hamborgaranum, bara til að vera ekki að drekkja þessu í sömu sósunum alltaf hreint og þessi er líka miklu hollari! Svona pseudo-tzatziki sósa
Stal henni frá Röggu nagla:


1/2 lítil dós hreint KEA skyr (í bláu dollunum)

1/2 lítil dós Mjólku Sýrður rjómi (í appelsínugulu dollunum)

1 bréf Græsk krydd frá Knorr (fást 3 í pakka í grænmetisdeildinni í Hagkaup)

Öllu hrært saman.

Geymist í kæli og er í góðu lagi í allavega 1-2 vikur.

Þetta er tvímælalaust nýja uppáhaldssósan mín :)

kv. r

Saturday, April 25, 2009

Áii

Harðsperrur frá helvíti - lappirnar á mér eru að kenna á því eftir hörku tíma í gær svo það er kosningahvíld í dag :) Yndislegt veður í dag og loksins finnst manni eins og það sé að koma sumar, krakkarnir úti að hjóla og kríta og bara gott og gaman.
Nú fer svo að koma að því að maður reyni að fara að finna sér eitthvað prógram til að fylgja, spurning hvort það er 10 eða 21 en honestly - veit ekki hvort ég hafi andlegt úthald til að hlaupa í tvo tíma! Gef mér út mánuðinn til að ákveða - kannski fer ég bara eftir 21 km prógraminu og ákveð mig svo :) Þarf allavega að redda mér hugmyndum til að setja á ipodinn sem hægt er að hlusta á svona lengi :p
Ætla að reyna að skella inn einhverjum linkum - athuga hvað ég kann á þessu bloggi sem virðist vera komið til að vera.

kv. r

p.s. hef grun um að ekki líði á löngu þangað til ég kemst í nýja tugatölu með þessu áframhaldi!

Thursday, April 23, 2009

Vantar nýtt takmark!

I DID IT! Þ.e. hljóp allavega í hlaupinu í dag og vá hvað þetta var gaman! Er nokkuð ánægð með tímann þótt að mjög lítið hefði vantað upp á draumamarkmiðið sem var að taka þetta undir 30. Tíminn á klukkunni þegar að ég hljóp í gegn var 30.48, næst byrja ég framar í röðinni :D Algjörlega himinlifandi með þetta þótt ég eigi eftir að sjá hver skráður tími er, vafalaust eitthvað hærri.
Nú þarf maður bara eitthvað nýtt til að stefna að :)

Læt hér fylgja með nýja síðu með hollum uppskriftum!

Gleðilegt sumar!

kv. r

Tuesday, April 21, 2009

Er enn hér

Náði ekki nema þremur æfingum í síðustu viku (þó tveimur með þjálfara) og einu hlaupi og er síðan búin að vera hálflasin og er enn með hálsbólgu. Komst aðeins á brettið í dag og var gjörsamlega dauð eftir 2.5-3 km, svitnaði bara við að stíga upp á brettið :( Svo nú er bara spurningin, tekur maður þátt á fimmtudaginn?? Örugglega auðveldara að hlaupa úti og kannski hægt að gíra sig upp í þetta en úff - smá valkvíði, líka af því að maður var búinn að ákveða þetta fyrir löngu...

r

Tuesday, April 14, 2009

Yndislega stuttar vikur framundan

bara gott að hafa svona fjögurra daga vikur, mæli með þeim. :) Annars gengu páskarnir bara vel, missti mig ekkert í matnum eða páskaeggjunum og hreyfingin gekk bara sæmilega, annað hvort hlaupið eða hjólað alla dagana og kickbox á laugardeginum.
Svolítið skrítið að vera ekki með móral en líka bara gott. Svo er það bara keppnin í næstu viku :S og halda áfarm að lyfta, er búin að ákveða að fara og ekkert mun stoppa mig nema veikindi :) Verð bara að vera dugleg að fara út þangað til, ekki svo slæmt í svona góðu veðri eins og er búið að vera!

Vorkveðjur,
r

Tuesday, April 7, 2009

Hjúff tíminn líður

og nú er komin upp tilkynning fyrir hlaupið sem ég var búin að nefna að ég myndi taka þátt í. Ef maður á ekki að klikka á þessu er eins gott að maður fari að taka 5 km nokkrum sinnum í viku fram að hlaupi - takmarkið er að ná undir 30 eins og oft hefur komið fram áður :)
Komin aftur á fullt líka í lyftingunum, hörkutími áðan og skráð í tvo í næstu viku þar sem fituprósentan hafði ekkert farið niður síðan í síðustu mælingu þannig að enn er ég ekki komin undir 30% sem verður takmarkið mitt núna. Allavega fór vigtin eitthvað niður svo maður má ekki vera bara svartsýnn.
Annars er bara spurningin hvort ekki eigi að fara að skrá sig í hlaupið....?
kv. r

sem ætlar að vera rosalega dugleg og activ í páskafríinu og ekkert að slaka á í hreyfingum þótt maður leyfi sér meira í mat!

Saturday, April 4, 2009

5 km á 32

og það úti :) Ekkert smá stolt af sjálfri mér, svolítið erfitt að hlaupa þegar að maður hefur ekki hugmynd um hvað tímanum líður og þarf bara að giska, var að vona að ég hefði náð þessu undir 40 og var ekkert smá sátt þegar að ég kom inn og sá tímann :) Ég sé m.a.s. að ég hefði getað gefið aðeins meira í og náð þessu undir 30 :D Geymum það fyrir keppnina ;)
Tók svo armbeygjur þegar að ég kom inn og svo var karlinn með afmælisboost handa mér tilbúið, bara gott!

Friday, April 3, 2009

Jey

náði allavega að drattast í tíma áðan með stelpunum - fínt að hafa einhvern annan sem gerir rútínuna og segir manni hvað maður á að gera, tekið vel á höndum svo það er nokkuð erfitt bara að skrifa á lyklaborðið :)
Bara gott. Hlaup um helgina, allavega á morgun þar sem ég er í fríi og á "ammmæli" :)

R

Leti í gangi

Síðustu tvo daga, magaverkir í gangi og slen og var bara heima í gær og gleymdi m.a.s. að armbeygjurútínuna mína! En tími í dag og svo verður maður að drattast um helgina þrátt fyrir afmæli því ekki gengur að hætta alveg. Maður má nú ekki missa sig í sukkið bara þótt það sé að koma sumar J En magaverkirnir áttu sér eftir allt saman eðlilegar mánaðarlegar skýringar svo núna er það bara harkan sex og halda áfram.

Verð að passa mig að detta ekki niður í hlaupunum en kannski var þessi hvíld bara ágæt þar sem ég var komin með smá verki framan á sköflungana, hef allavega eitthvað hvílt núna.

 

Kv. r