:D Já verslaði pínu um helgina, buxur og bol - en er líka pínu að vona að stærð 10 komi kannski einhvern tímann aftur!
En að mataræði, kynnti matardagbókina mína fyrir þjálfaranum í dag eftir æfingu og hann var bara sæmilega ánægður með þetta. Er að borða allavega fimm sinnum á dag, 8, 10, 12, 15 og 18-19.
Einn dagur getur litið svona út:
8 - 2 hrökkbrauð með kotasælu og osti eða t.d. hafragrautur m/rúsínum eða boozt (hreint KEA skyr - ber - haframjöl - banani og djús)
10 - ávöxtur (hann mælti með ávexti og t.d. lítilli jógúrt) eða hrökkbr. með ks og osti ef ég hef borðað t.d. boozt að morgni.
12 - ef það er kjúlli eða fiskur í mötuneytinu sem mér líst vel á er ég mætt (er reyndar mjög kresin á fik - þarf að bæta mig), annars eru buffin frá Móður Náttúru mjög vinsæl með kotasælu og tacosósu (eða sólskinssósu). Mikið grænmeti.
15 hrökkbr. með osti eða ávöxtur (honum fannst æði að sjá hrökkbrauð með hnetusmjöri þarna á listanum) eða t.d. speltflatkaka með osti sem ég elska
18-19 Kvöldmatur heima - er að reyna að venja mig af því að borða brauð eða pasta á kvöldin ef ég hef borðað í hádeginu - er oft með kjúklingavefjur/linsubaunabuff/burritur með hakki og grænmeti
Eins og sést er ég svolítið mikið kotasælufan sem byrjaði reyndar bara á síðasta ári, áður gat ég ekki borðað hana en finnst þetta lostæti í dag. Tók út allt venjulegt brauð nema á nammidögum en ég gat alveg borðað það á morgnana, hádeginu og á kvöldin þess vegna.
Kannski lítur þetta út fyrir að vera óspennandi en ég er aldrei svöng og finnst þetta gott - ef mér er boðið í mat eða eitthvað gómsætt er í hádegismatnum fæ ég mér alveg, bara mikið grænmeti og kjöt, minna af kolvetnunum, sleppi þeim samt auðvitað ekki alveg ;) Væri gaman að fá fleiri hugmyndir samt af réttum, tek svona skorpur af því sem að mér finnst gott og síðan sný ég mér að næsta "góða" mat :D
kv. r