Friday, February 27, 2009

Fráhvörf

 

Úff, hef ekki hreyft mig frá því á mánudaginn, legið heima með kvef dauðans og hálsbólgu og slappleika og er með vinnuhelgi núna og vonast til að eiga einhverja orku eftir hana EN MIG LANGAR Í RÆKTINA. Finnst eins og ég þurfi að byrja á 0-punkti eftir þetta. Síðan borðar maður ekkert vel í svona veikindum – alltof sjaldan og jafnvel alltof lítið svo þetta er bara pirrandi!! Vá hvað ég ætla að taka á því í næstu viku, vonandi er ég bara ekki búin að missa of mikið niður L

 

R svartsýna

 

Monday, February 23, 2009

Ég er ekki að verða veik, ég er ekki að verða veik

... get the point?
Allavega helgin var bara fín. Var svoooo löt á laugardaginn þegar að ég var að reyna að drífa mig af stað í ræktina að ég ákvað að drífa mig af stað í kickbox tíma til að fá einhvern til að reka mig áfram. Mjög fínn tími bara ;) Hefði mátt taka aðeins meira á því þó því að ræktin í Laugum sýndi +100 g síðan síðasta laugardag en miðað við mataræðið í vikunni (eða kannski einstaka bjór) er ég sátt við að þyngjast ekki. Nammidagurinn teygðist aðeins of langt í báða enda!
Í gær ætluðum við hjónin út að skokka en það var svo gott veður að við ákváðum bara að drífa familíuna út í hjólatúr í staðinn og vá hvað þetta var hressandi. En greinilega er formið aðeins betra en í fyrravor því þessi fyrsti túr ársins var mun auðveldari en fyrsti túrinn á síðasta ári, þrátt fyrir að afkvæmið aftan á hjá mér sé búið að stækka aðeins og þyngjast ;)
Umm, það var verið að koma með bollur hingað á deildina, maður má fá sér allavega eina er það ekki? Svo æfing hjá þjálfara á eftir og lúxusdagur á morgun :D En þetta veltur allt á því að hálsinn fari að opnast í stað lokast og kvefið fari. Ætla að secreta þetta bara í burtu, hef engan tíma fyrir eitthvað svona.
kv. r

Thursday, February 19, 2009

Áfram áfram

 

Rosalega er alltaf gott þegar að maður er búinn í ræktinni, alveg sama hvað maður var latur þegar að maður fór af stað, það er svoooo gott að vera búin. Þarf að spýta í lófana og vera dugleg út vikuna og um helgina til að ná tilætluðum fjölda mætinga í ræktinni, þarf að bæta það upp að hafa ekki komist til þjálfarans vegna veikinda barns. Fór og hljóp í hádeginu á bretti og tók bara ágætlega á því! Er fegin að ég lét ekki undan letipúkanum sem var á öxlinni og hafði betur í gær (ok var þá að vinna í 14 tíma svo það var kannski smá lögleg afsökun ;) ) kv. r

Tuesday, February 17, 2009

Sit og blogga í nýjum buxum

:D Já verslaði pínu um helgina, buxur og bol - en er líka pínu að vona að stærð 10 komi kannski einhvern tímann aftur!
En að mataræði, kynnti matardagbókina mína fyrir þjálfaranum í dag eftir æfingu og hann var bara sæmilega ánægður með þetta. Er að borða allavega fimm sinnum á dag, 8, 10, 12, 15 og 18-19.
Einn dagur getur litið svona út:
8 - 2 hrökkbrauð með kotasælu og osti eða t.d. hafragrautur m/rúsínum eða boozt (hreint KEA skyr - ber - haframjöl - banani og djús)
10 - ávöxtur (hann mælti með ávexti og t.d. lítilli jógúrt) eða hrökkbr. með ks og osti ef ég hef borðað t.d. boozt að morgni.
12 - ef það er kjúlli eða fiskur í mötuneytinu sem mér líst vel á er ég mætt (er reyndar mjög kresin á fik - þarf að bæta mig), annars eru buffin frá Móður Náttúru mjög vinsæl með kotasælu og tacosósu (eða sólskinssósu). Mikið grænmeti.
15 hrökkbr. með osti eða ávöxtur (honum fannst æði að sjá hrökkbrauð með hnetusmjöri þarna á listanum) eða t.d. speltflatkaka með osti sem ég elska
18-19 Kvöldmatur heima - er að reyna að venja mig af því að borða brauð eða pasta á kvöldin ef ég hef borðað í hádeginu - er oft með kjúklingavefjur/linsubaunabuff/burritur með hakki og grænmeti

Eins og sést er ég svolítið mikið kotasælufan sem byrjaði reyndar bara á síðasta ári, áður gat ég ekki borðað hana en finnst þetta lostæti í dag. Tók út allt venjulegt brauð nema á nammidögum en ég gat alveg borðað það á morgnana, hádeginu og á kvöldin þess vegna.

Kannski lítur þetta út fyrir að vera óspennandi en ég er aldrei svöng og finnst þetta gott - ef mér er boðið í mat eða eitthvað gómsætt er í hádegismatnum fæ ég mér alveg, bara mikið grænmeti og kjöt, minna af kolvetnunum, sleppi þeim samt auðvitað ekki alveg ;) Væri gaman að fá fleiri hugmyndir samt af réttum, tek svona skorpur af því sem að mér finnst gott og síðan sný ég mér að næsta "góða" mat :D

kv. r

Thursday, February 12, 2009

Frí í dag

 

 

Fékk eitthvað tak eftir æfingu á þriðjudaginn, tók eitthvað vitlaust á og vakna núna upp á morgnana ónýt í herðablaðinu/öxlinni. Ætla því að reyna að hvíla í dag (átti að fara að lyfta) en mér finnst það svo erfitt. Tek svo bara almennilega á um helgina svo ég náði að “gróa”.  Fór aftur út að hlaupa í gær, tók þá 4 km og fer aftur á morgun. Bara gaman en þarf að leggjast yfir leiðarnar sem ég er að hlaupa svo ég viti ca. hvað ég er að fara – hélt t.d. að ég hefði farið um 5 í gær en þetta voru bara 4 – hef ekkert sense fyrir þessu :p

Hef svo ákveðið að veita mér verðlaun um helgina – ætla að fara og reyna að finna mér buxur, það er þó því miður svo langt síðan að ég spanderaði síðast á mig góðum gallabuxum að ég þarf að leita svolítið að einhverri góðri verslun J Tími ekki að kaupa mér rándýrar buxur því enn mega margir centimetrar fara J

 

Kv. r

Tuesday, February 10, 2009

Vikan byrjar vel

 

 

Hafði mig út í það að fara ÚT að hlaupa í gær – og vá hvað ég er til í að gera þetta í sumar. Þetta var ótrúlega fínt, fór bara stutt eða um 3 km (skv. Viku 1 á nýja prógraminu mínu) en ég var alveg hissa hvað þetta var auðvelt og gaman! Allar afsakanir í heimi þutu í gegnum hausinn þegar að ég var að undirbúa þetta, á ekki nógu góð föt/undir skóna, ipodinn rafhlöðulaus o.sv.frv. en hafði mig af stað og hlakka til að fara aftur J Síðan var góð lyftingaræfing f.h. í dag þannig að þetta er allt bara í blússandi góðu. Hlakka til áframhaldsins.

Er annars farin að skrá niður æfingar/hlaup/lyftingar inni á hlaupadagbókina, fínt að fá smá yfirsýn yfir þetta allt saman. Fannst gyminee ekki alveg vera að gera sig en þarna er ekki mikil niðurflokkun, meira svona svipað og er í Lífshlaupinu ;) Matarræði gott í dag – heilsuvika í vinnunni.

 

Kv. r

Monday, February 9, 2009

Pirringur

Út í annað fólk núna. Nú þegar að svona hópátak er í gangi er merkt við mætingar í ræktina. Af hverju þarf fólk sem vill/getur/nennir ekki að vera með í átakinu vera að agnúast út í þá sem mæta vel og hafa gaman að þessu? Get alveg lofað fólki því að öfgarnar eru ekkert rosalegar hjá mér þótt að ég reyni að mæta fimm sinnum í ræktina í viku og segi nei við súkkulaði þegar að mér er boðið það. Mér líður betur andlega og líkamlega og hvers vegna í ósköpunum er það ekki nóg? Vill fólk að manni mistakist og detti aftur í sama farið og það er kannski sjálft? Er orðin leið á því að heyra svona hluti eins og ”öllu má nú ofgera”, ”það er allt í lagi að leyfa sér eitthvað” og ”það er ekki eðlilegt að vera með harðsperrur”, ”hvernig nennir þú að fara svona oft í ræktina”, ”fólk með fjölskyldur hefur ekki þennan tíma!” ARG, ef ég myndi leyfa mér allt sem er verið að bjóða upp á gæti ég alveg eins gleymt því að sjá árangur, mér finnst ég missa af einhverju ef ég skrópa í ræktinni og jú, ég er með fjölskyldu en ég gef mér tíma! Get alveg dregið eitthvað af sjónvarpstímanum á kvöldin, farið fyrr að sofa og mætt fersk í ræktina fyrir vinnu. Ég GEF mér tíma!

 

Pirringur dagsins var í boði mánudags.

 

Friday, February 6, 2009

Vá góð æfing

 

 

í hádeginu í dag. Fórum nokkrar saman í einn góðan hring og vá, maður var hálfskjálfandi á eftir. Eins og ég var ekki að nenna að fara af stað er þetta alltaf jafngott þegar að maður er búin. Sem er ágætt, vikan riðlaðist öll hjá mér, þjálfarinn breytti tímanum frá fim yfir í mið í vikunni, fór svo ekkert í gær en ef ég næ að fara á morgun eða sunnudag næ ég lágmarksmarkmiðinu sem er fjórum sinnum í viku. Jæja, plön mega stundum breytast ;) Rotast svo bara í kvöld þegar að maður loksins kemst heim til sín og helgin framundan, frekar busy samt með barnaafmæli og þess háttar en samt gott að geta eytt tíma með familiunni ;)

 

later, gater,

r.

Thursday, February 5, 2009

Harðsperrur

sem er yndislegt eftir æfingu í gær. Nú er mig farið að þyrsta í nýjar lyftingaæfingar svo ég verð að óska eftir þeim í næstu viku frá þjálfa, um að gera að læra réttu handtökin fyrst að ég er að þessu á annað borð.
Nú er Lífshlaupið farið af stað, um að gera að virkja vinnufélaga í smá hreyfiátak á meðan, það munar ekkert um að skrá þetta þarna inn líka þar sem maður er hvort sem er að hreyfa sig ;) Ætla svo að reyna að komast og hlaupa í dag, þarf að fara að auka hraðann hjá mér og spretta inn á milli. Gaman að vera komin með besta þol sem ég hef haft síðan að ég var krakki, sem þó mætti auðvitað vera enn betra og er það stefnan ;)

kv. r

Tuesday, February 3, 2009

Fróðleiksmoli

Áhugaverð grein í sambandi við mataræði.

er núna í því að safna að mér smá fróðleik ;)

Upprif í gangi

Þetta var því miður þriggja daga hvíld hjá mér – þriggja daga helgi. Gærdagurinn klúðraðist allur, afsakanir ofan á afsakanir + tímaleysi svo nú þarf ég að sparka svolítið í mig og drífa mig af stað. Ætla í hádeginu í dag og á morgun, fimmtudaginn e. vinnu með þjálfara og föstudaginn um morguninn. Þetta er planið allavega, nú tökum við þetta bara einn dag í einu. Þessi vika verður hell að púsla saman en það skal hafast J

Baráttukveðjur til allra sem hafa enst og haldið áfram með áramótaátakið, maður sér að það er aðeins að minnka fjöldinn á stöðvunum.

 

Kv. r