Monday, February 9, 2009

Pirringur

Út í annað fólk núna. Nú þegar að svona hópátak er í gangi er merkt við mætingar í ræktina. Af hverju þarf fólk sem vill/getur/nennir ekki að vera með í átakinu vera að agnúast út í þá sem mæta vel og hafa gaman að þessu? Get alveg lofað fólki því að öfgarnar eru ekkert rosalegar hjá mér þótt að ég reyni að mæta fimm sinnum í ræktina í viku og segi nei við súkkulaði þegar að mér er boðið það. Mér líður betur andlega og líkamlega og hvers vegna í ósköpunum er það ekki nóg? Vill fólk að manni mistakist og detti aftur í sama farið og það er kannski sjálft? Er orðin leið á því að heyra svona hluti eins og ”öllu má nú ofgera”, ”það er allt í lagi að leyfa sér eitthvað” og ”það er ekki eðlilegt að vera með harðsperrur”, ”hvernig nennir þú að fara svona oft í ræktina”, ”fólk með fjölskyldur hefur ekki þennan tíma!” ARG, ef ég myndi leyfa mér allt sem er verið að bjóða upp á gæti ég alveg eins gleymt því að sjá árangur, mér finnst ég missa af einhverju ef ég skrópa í ræktinni og jú, ég er með fjölskyldu en ég gef mér tíma! Get alveg dregið eitthvað af sjónvarpstímanum á kvöldin, farið fyrr að sofa og mætt fersk í ræktina fyrir vinnu. Ég GEF mér tíma!

 

Pirringur dagsins var í boði mánudags.

 

1 comment:

Anonymous said...

Eins og talað út frá mínu eigin hjarta! Yfirleitt er þetta fólk sem er að reyna réttlæta eigin gjörðir. Ekki láta þett á þig fá... þú ert MEGA dugleg og átt að vera mjög stolt af sjálfri þér!!!