Hryllilega pirruð á sjálfri mér núna. Annað hvort hefur ræktin niðri í Laugum verið re-calibreruð (fannst hún alltaf sýna minna en t.d. heima en ákvað að fara bara á þá vigt til að hafa samræmi) eða þá að ég hef þyngst um 1.5 kg síðan við síðustu vigtun. Sem getur vel hafa gerst eftir allt saman OG árshátíð. Stupid ég fór að leyfa mér ýmislegt þar sem “allt gekk svo vel” og vigtin væri nú á niðurleið og ræktin á uppleið! Fór að fá mér einstaka langloku og svona í hádeginu, eggjanúðlur á kvöldin (með brokkólí reyndar en þessi kolvetnaskammtur er ekki sniðugur sem kvöldmatur) og sleppa inn brauði hér og þar sem bara má ekkert gerast. Eftir góða commentið sem ég fékk síðast frá þjálfaranum út af matardagbók hefur sá hluti ekki verið í lagi! Þarf að fara að setja aftur inn matardagbók og svo halda líka áfram þegar að hlutirnir ganga vel.
Það vantar svo sem ekki að ég fór 5x í ræktina í síðustu viku og næ því líklega núna líka en hinn hlutinn þarf bara líka að vera í lagi og ég veit alveg upp á mig sökina. Þannig að nú byrjar maður upp á nýtt matarlega séð. Er með ljúffengt kjúklingasalat í hádeginu og reyni að gera mér ommelettu í kvöld.
Vona svo bara að harðsperrurnar fari að lagast svo maður geti skellt sér í armbeygjuprógramið í næstu viku, hugsa bara að ég taki þetta á tánum þótt að þær séu kannski ekki enn nógu djúpar og fallegar :S.
Kv. r
2 comments:
Er í sama pakka með vigtina... hún fer bara endalaust upp.... samt kolvetni og nammi át.... get svo sem sagt það sjálf hehe.... en lýst vel á armbeygjuprógramið... tók testið í gær... gat heilar 4... og ekki voru þær djúpar hehehe
Nú tökum við bara hvor aðra í gegn og byrjum á armbeygjuprógraminu á mánudaginn :D
Post a Comment