Og sleppa því að fara í ræktina. Byrjaði vikuna ágætlega, fór mánudag og þriðjudag en sleppti því síðan næstu tvo daga. Þarf eiginlega að byrja algjörlega upp á nýtt varðandi mataræðið, er farin að leyfa mér of mikið og eiginlega orðið meira af því sem ég er að ”leyfa” mér heldur en því sem ég á að vera að borða. Brauðið er að lauma sér inn aftur og mér finnst ég vera 5 kg þyngri en í síðustu viku en hef ekki þorað að kíkja á vigtina, fer á morgun og kíki í Laugar og tékka þar :S Ekkert sem ég vil endilega en held að maður þurfi eins og smá blauta tusku í andlitið til að koma sér aftur inn í hollustuna og sjá afleiðingarnar af sukkinu síðustu daga.
Þarf að herða mig virkilega í mataræðinu eins og ég sagði og næsta vika skal vera muuun betri hvað þetta varðar. Reyni að blogga samviskusamlega um það J
Nóg af væli, fer til þjálfarans á eftir og svo vonandi góð æfing á morgun. Þarf svo að fara að koma aftur hlaupaprógraminu í gang en maður missir örugglega heilmikið af árangrinum sem áður var náð við að stoppa svona L
Kv. r
2 comments:
í næstu viku byrjar nýtt upphaf hjá okkur!!! Koma svo!!
já heldur betur. Tók samt massaæfingu í dag, tek aðra á morgun og ætla að hlaupa á sunnudaginn! Síðan byrjar mataræðið aftur á fullu róli á mán :D
Post a Comment