Og hún hefur bara verið nokkuð góð, mætti standa mig betur í mataræðinu en fór mán-fim í ræktina, þ.e. tvisvar að lyfta (hörkuæfingar báðar með stelpunum) og tvisvar út að hlaupa. Síðan er planið að taka lyftingar aftur á morgun og hlaupa á sunnudag. Er samt alvarlega að spá í að prófa að tékka á einhverjum byrjendahlaupahópum þar sem ég þarf að komast hraðar! Er stundum of hrædd við að auka hraðann því maður vill ekkis springa. En þetta kemur allt saman hlýtur að vera. J
Þegar að maður er kominn aftur sæmilega af stað er minna mál að drífa sig heldur en þegar að maður er búinn að vera latur. Nú þarf maður bara að taka jákvæðnina á þetta í kreppunni og ekki missa dampinn. Sem betur fer er mikil heilsuvakning hjá vinnufélögum þannig að við erum nokkuð mörg samtaka í þessu. Síðan er bara að horfa á Biggest loser og lifa sig inn í last chance workout æfingarnar og pikka upp mola hér og þar. Tala nú ekki um þegar að maður er að fylgjast með fleiri en einni seríu!
Kv. r
3 comments:
Vá kannast við þetta... tók svona Biggest Looser maníu fyrir áramót... var með lagið "Proud" (what have you done to day to make you feeeeeeeel proooooud....) snilldar þættir... :) Ég væri til í að hafa bob sem þjálfara :)
þetta átti að vera... var með lagið Proud á heilanum hehehe
góða helgi skvís!!
Takk sömuleiðis ;) En ég er Jillian manneskja :D
Post a Comment