Friday, March 27, 2009

Vikulok!

Vikan er bara búin að vera aldeilis ágæt. Farið í ræktina mán-fim og næ vonandi að taka eina góða hlaupaæfingu um helgina svo overall er þetta bara fínt. Árshátíðin síðustu helgi var mjög skemmtileg og karlinn var dreginn út að hlaupa daginn eftir þótt það sé kannski ekki eitthvað sem verður oft á dagskránni :S Hann er svo mikið skreflengri en ég þannig að þegar að hann labbaði hratt var ég alveg á fullu, og samt ekki eins og ég sé neitt smápeð! En flott að hafa hann með einstaka sinnum svo ég nái upp hraða :p
Var mun meðvitaðri um matinn og svona þannig að vonandi er maður komin á sæmilega beina braut núna þótt hún sé ekki þráðbein, allavega í bili. Byrja síðan á armbeygjunum í næstu viku! og omg maður bara kvíðir fyrir.

Góða helgi annars ;)
r

3 comments:

Anonymous said...

Nei... hlakka til! Hugsa sér hvað við erum að fara styrkjast mikið í næstu viku!!! Hvaða 5km hlaup ertu að spá í að fara í?

rbloggar said...

Heyrðu - einhvern tímann var ég búin að tala um ÍR víðavangshlaupið 23. apríl (sumardaginn fyrsta) en þegar að nær dregur verður maður hræddari. Maður náttúrulega vill ekki vera síðastur :) en með stöðunni núna væri maður með þeim síðustu :S

Anonymous said...

Uss uss uss.... þú ert búin að vera hlaupa eins og herforingi... ekki málið!