Saturday, April 4, 2009

5 km á 32

og það úti :) Ekkert smá stolt af sjálfri mér, svolítið erfitt að hlaupa þegar að maður hefur ekki hugmynd um hvað tímanum líður og þarf bara að giska, var að vona að ég hefði náð þessu undir 40 og var ekkert smá sátt þegar að ég kom inn og sá tímann :) Ég sé m.a.s. að ég hefði getað gefið aðeins meira í og náð þessu undir 30 :D Geymum það fyrir keppnina ;)
Tók svo armbeygjur þegar að ég kom inn og svo var karlinn með afmælisboost handa mér tilbúið, bara gott!

5 comments:

Anonymous said...

Vá! Ekkert smá flott hjá þér...er einmitt sjálf feimin með að hlaupa úti því ég geri mér ekki grein fyrir hraðanum :) Til hamingju aftur með afmælið :)

rbloggar said...

Já, er nokkuð sátt. Nú bíður maður bara eftir góðæri (eða styrkingu krónu) til að geta fjárfest í svona hlaupaúragræju þar sem ég er vonlaus að gera mér grein fyrir vegalengdum eða hraða.

Anonymous said...

jamm... ég splæsti reyndar um daginn í svoleiðis græju í Intersprot (skrefamælir/vegalengdamælir/telur ccal/tekur tíma) kostaði að mig minnir í kringum 2500, man það samt ekki alveg.... Hef prófað hana en er ekki ennþá farinn að nota hana að ráði. Þetta er ekkert fancy en gæti létt manni lífið til þess að byrja með :)

Anonymous said...

já og græjan er líka útvarp :)

rbloggar said...

cool - best að fara að kíkja á það :)