Saturday, April 25, 2009

Áii

Harðsperrur frá helvíti - lappirnar á mér eru að kenna á því eftir hörku tíma í gær svo það er kosningahvíld í dag :) Yndislegt veður í dag og loksins finnst manni eins og það sé að koma sumar, krakkarnir úti að hjóla og kríta og bara gott og gaman.
Nú fer svo að koma að því að maður reyni að fara að finna sér eitthvað prógram til að fylgja, spurning hvort það er 10 eða 21 en honestly - veit ekki hvort ég hafi andlegt úthald til að hlaupa í tvo tíma! Gef mér út mánuðinn til að ákveða - kannski fer ég bara eftir 21 km prógraminu og ákveð mig svo :) Þarf allavega að redda mér hugmyndum til að setja á ipodinn sem hægt er að hlusta á svona lengi :p
Ætla að reyna að skella inn einhverjum linkum - athuga hvað ég kann á þessu bloggi sem virðist vera komið til að vera.

kv. r

p.s. hef grun um að ekki líði á löngu þangað til ég kemst í nýja tugatölu með þessu áframhaldi!

2 comments:

Anonymous said...

versta afsökun ever.... á ekki nóg lög inná ipodinn til þess að hlaupa 21 km.... þú getur þetta alveg!

Anonymous said...

ha ha - já maður getur þetta alveg :) Hef þrjá mánuði til að koma mér í form skv. planinu góða þannig að ég má ekki byrja seinna en um miðjan maí :) stutt í það! kv. r