en skellti mér samt út og tók 3 km rétt fyrir kvöldmatinn bara svona að gera eitthvað ;) Ætlaði að deila með ykkur sósunni sem ég hafði með hamborgaranum, bara til að vera ekki að drekkja þessu í sömu sósunum alltaf hreint og þessi er líka miklu hollari! Svona pseudo-tzatziki sósa
Stal henni frá Röggu nagla:
1/2 lítil dós hreint KEA skyr (í bláu dollunum)
1/2 lítil dós Mjólku Sýrður rjómi (í appelsínugulu dollunum)
1 bréf Græsk krydd frá Knorr (fást 3 í pakka í grænmetisdeildinni í Hagkaup)
Öllu hrært saman.
Geymist í kæli og er í góðu lagi í allavega 1-2 vikur.
Þetta er tvímælalaust nýja uppáhaldssósan mín :)
kv. r
Djúsí, óbökuð hnetukaka
7 years ago
2 comments:
mmm hljómar vel
Sammála síðasta ræðumanni. Þetta ætla ég sko pottþétt að prófa :)
Helv. ertu líka dugleg að hlaupa og sprikla. Ánægð með þetta. Þyrfti að gera eitthvað svipað :)
mbk. Ella Helga
Post a Comment