Thursday, April 23, 2009

Vantar nýtt takmark!

I DID IT! Þ.e. hljóp allavega í hlaupinu í dag og vá hvað þetta var gaman! Er nokkuð ánægð með tímann þótt að mjög lítið hefði vantað upp á draumamarkmiðið sem var að taka þetta undir 30. Tíminn á klukkunni þegar að ég hljóp í gegn var 30.48, næst byrja ég framar í röðinni :D Algjörlega himinlifandi með þetta þótt ég eigi eftir að sjá hver skráður tími er, vafalaust eitthvað hærri.
Nú þarf maður bara eitthvað nýtt til að stefna að :)

Læt hér fylgja með nýja síðu með hollum uppskriftum!

Gleðilegt sumar!

kv. r

6 comments:

Anonymous said...

Sæl, les stundum bloggið þitt... þú mátt vera stolt að hafa tekið þátt í dag. Hlýtur að hafa verið æðislegt eftir á :) Og tíminn bara góður... nú bara framvegis keppir þú við þinn tíma... vildi óska þess að ég hefði keppt, en var bara á staðnum í staðinn og fylgdist með...þorði ekki að taka sénsinn á að koma síðust í mark..hahaha

rbloggar said...

Takk fyrir þetta og takk fyrir commentið :) En já, ég er frekar montin, sérstaklega af því að það er svooo stutt síðan að ég byrjaði að hlaupa eftir kyrrsetulíf. Skil vel þetta með að koma síðust í mark - var svolítið með það í hausnum líka! Næst verður sko stefnt af á að fara hraðar, nú var ég meira að hugsa um að klára ;)

Anonymous said...

Vá innilega til hamingju!
Var einmitt hugsað til þín í gær. Frábær tími... þú mátt vera stolt af þér... þú rúllar upp maraþoninu með þessu áframhaldi!

Anonymous said...

já sorry og síðasta komment var frá mér: Ósk

rbloggar said...

Takk fyrir það. Nú er spurningin tekur maður 21 í haust eða reynir maður að ná góðum tíma á 10? Finnst bara eins og maður hafi verið að ljúka ákv. áfanga núna að hafa drifið sig :p

Anonymous said...

21km HIKLAUST!!!
Þú veist að þú getur það.