Monday, February 23, 2009

Ég er ekki að verða veik, ég er ekki að verða veik

... get the point?
Allavega helgin var bara fín. Var svoooo löt á laugardaginn þegar að ég var að reyna að drífa mig af stað í ræktina að ég ákvað að drífa mig af stað í kickbox tíma til að fá einhvern til að reka mig áfram. Mjög fínn tími bara ;) Hefði mátt taka aðeins meira á því þó því að ræktin í Laugum sýndi +100 g síðan síðasta laugardag en miðað við mataræðið í vikunni (eða kannski einstaka bjór) er ég sátt við að þyngjast ekki. Nammidagurinn teygðist aðeins of langt í báða enda!
Í gær ætluðum við hjónin út að skokka en það var svo gott veður að við ákváðum bara að drífa familíuna út í hjólatúr í staðinn og vá hvað þetta var hressandi. En greinilega er formið aðeins betra en í fyrravor því þessi fyrsti túr ársins var mun auðveldari en fyrsti túrinn á síðasta ári, þrátt fyrir að afkvæmið aftan á hjá mér sé búið að stækka aðeins og þyngjast ;)
Umm, það var verið að koma með bollur hingað á deildina, maður má fá sér allavega eina er það ekki? Svo æfing hjá þjálfara á eftir og lúxusdagur á morgun :D En þetta veltur allt á því að hálsinn fari að opnast í stað lokast og kvefið fari. Ætla að secreta þetta bara í burtu, hef engan tíma fyrir eitthvað svona.
kv. r

3 comments:

Anonymous said...

Já fíla einmmitt þessa kickbox tíma... alveg nauðsynlegt að láta aðra keyra sig áfram. Hver veit kannski hittumst við einhverntíma í kickbox... netvínkona.. .hahaha... bannað að vera veik.... farðu bara í afneitun. Og það má ALVEG fá sér bollur.... allavegana finnst mér það... enda bolludagurinn eitt af uppáhalds dögum mínum.

Anonymous said...

hvernig fór þetta síðan... ertu veik?

Anonymous said...

uss já - ákvað að vera heima í dag og reyna að ná þessu algjörlega úr mér - kvef frá helv... Hef engan tíma í þetta!