Úff, hef ekki hreyft mig frá því á mánudaginn, legið heima með kvef dauðans og hálsbólgu og slappleika og er með vinnuhelgi núna og vonast til að eiga einhverja orku eftir hana EN MIG LANGAR Í RÆKTINA. Finnst eins og ég þurfi að byrja á 0-punkti eftir þetta. Síðan borðar maður ekkert vel í svona veikindum – alltof sjaldan og jafnvel alltof lítið svo þetta er bara pirrandi!! Vá hvað ég ætla að taka á því í næstu viku, vonandi er ég bara ekki búin að missa of mikið niður L
R svartsýna
2 comments:
hvað hvaða... husgaðu þér aðeins... þig langar í ræktina... það er alveg magnað.. og eftir veikindi... það er alveg frábært... tekuru bara næstu helgi með trompi og mundu að þetta er 75% mataræði og 25% hreyfing...
Já, langar í ræktina en vantar pínu spark af stað - ætla á morgun og vonandi hefst það. Svolítið erfitt að byrja aftur eftir að manni finnst langan tíma, þótt þetta hafði bara verið vika ;) Vonandi kemst maður í sama rhythma og áður.
Post a Comment