Thursday, February 12, 2009

Frí í dag

 

 

Fékk eitthvað tak eftir æfingu á þriðjudaginn, tók eitthvað vitlaust á og vakna núna upp á morgnana ónýt í herðablaðinu/öxlinni. Ætla því að reyna að hvíla í dag (átti að fara að lyfta) en mér finnst það svo erfitt. Tek svo bara almennilega á um helgina svo ég náði að “gróa”.  Fór aftur út að hlaupa í gær, tók þá 4 km og fer aftur á morgun. Bara gaman en þarf að leggjast yfir leiðarnar sem ég er að hlaupa svo ég viti ca. hvað ég er að fara – hélt t.d. að ég hefði farið um 5 í gær en þetta voru bara 4 – hef ekkert sense fyrir þessu :p

Hef svo ákveðið að veita mér verðlaun um helgina – ætla að fara og reyna að finna mér buxur, það er þó því miður svo langt síðan að ég spanderaði síðast á mig góðum gallabuxum að ég þarf að leita svolítið að einhverri góðri verslun J Tími ekki að kaupa mér rándýrar buxur því enn mega margir centimetrar fara J

 

Kv. r

6 comments:

Anonymous said...

Þú átt sko verðlaun þokkalega skilið... skil vel með buxurnar... en því skemmtilegra að hafa viðmiðunar buxur til þess geta sagt... sjáðu... keypti þessar veturinn 2009 og sjáðu hvað þær eru stórar! Annars eru pils algjör snilld hvað þetta varðar margir cm geta farið án þess að pils verða ónothæf :)

Anonymous said...

Má ég spyrja... hvernig er mataræðið hjá þér? Ertu að sleppa einhverju, ertu með nammidaga... ég virðist vera alveg stopp í vigt og cm þannig að ég er opin fyrir öllum tillögum :)

Anonymous said...

Get svarað þér betur um mataræðið í vikunni, á eftir að fá comment á matardagbókina. Annars hef ég tekið út gos og brauð og reynt að borða prótein í hádeginu og á kvöldin. Er núna yfirleitt að borða t.d. í mötuneytinu í hádeginu og fæ mér líka svo eitthvað "alvöru" á kvöldin. Reyni að borða líka millimáltíðir, þá ávexti, hrökkbrauð eða e-ð þ.h.. Hef hins vegar ekki hugmynd um hvort ég sé að gera rétt ;) r. p.s. hvernig er þetta byggt upp hjá þér - kannski getum við fundið þetta út í sameiningu?

Anonymous said...

Það virðist ekkert gerast hjá mér nema að taki nokkrar tvöfaldar æfingar á viku... þá kemst maður í gírinn og tímir sjaldnar að eyðileggja það með óhollum mat... verst að ég meika ekki svona margar æfingar í langan tíma :(

Anonymous said...

Nei skiljanlega. Það hlýtur þá að vera eitthvað í sambandi við samsetningu eða e-ð þ.h. Vonandi fer þetta í gang í þessari viku ;) Svo má náttúrulega heldur ekki vera að borða of lítið, þá stöðvast allt líka :S

Anonymous said...

Vó var að skoða átaksíðuna!!! tæpt kg á viku!! innilega til hamingju!!!