Tuesday, February 10, 2009

Vikan byrjar vel

 

 

Hafði mig út í það að fara ÚT að hlaupa í gær – og vá hvað ég er til í að gera þetta í sumar. Þetta var ótrúlega fínt, fór bara stutt eða um 3 km (skv. Viku 1 á nýja prógraminu mínu) en ég var alveg hissa hvað þetta var auðvelt og gaman! Allar afsakanir í heimi þutu í gegnum hausinn þegar að ég var að undirbúa þetta, á ekki nógu góð föt/undir skóna, ipodinn rafhlöðulaus o.sv.frv. en hafði mig af stað og hlakka til að fara aftur J Síðan var góð lyftingaræfing f.h. í dag þannig að þetta er allt bara í blússandi góðu. Hlakka til áframhaldsins.

Er annars farin að skrá niður æfingar/hlaup/lyftingar inni á hlaupadagbókina, fínt að fá smá yfirsýn yfir þetta allt saman. Fannst gyminee ekki alveg vera að gera sig en þarna er ekki mikil niðurflokkun, meira svona svipað og er í Lífshlaupinu ;) Matarræði gott í dag – heilsuvika í vinnunni.

 

Kv. r

2 comments:

Anonymous said...

já er alveg sammála er löngu búin að gefast upp á gyminee :)
FLott að það gengur svona vel :)

Anonymous said...

já, þetta er held ég bara komið í rútínu hjá okkur ;) Velkominn nýr lífstíll - bless átak :D