Friday, January 23, 2009

Er sátt eftir mælingu

 

Jæja, fór í “hálfa” mælingu hjá einkaþjálfaranum, náði honum í mýflugumynd á milli kúnna þar sem hann náði að taka helstu mælingar sem þarf fyrir upphaf heilsuátaksins hér í vinnunni. Hann ætlaði svo að taka almennilega mælingu eftir rúma viku þar sem allt verður tekið og reiknað út. Hann náði s.s. ekkert að reikna neitt út núna (cm farnir, fituprósentan) en allavega eru 3 kg farin ásamt því að hann sagði að töluvert af centimetrum væru farnir :D Fannst þetta í fínu lagi hjá mér svo ég er líklega sú eina sem var mæld í upphaf átaksins sem var virkilega sátt :D Þetta er svo sem ekkert gríðarlegur árangur, held ég hafi verið mæld mánaðarmótin okt-nóv en samt, jólin inn í þessu ásamt því að ég veit að það er uppbygging á vöðvum með inni í þessu ;)

 

Fyrsta svindlið áðan í föstudagskaffinu hér í vinnunni en samt bara pínu brauð og pínu ostasalat, hef haldið mig frá brauði alla vikuna svo þetta telst varla með. Kvíði hálfpartinn fyrir “nammidegi” á morgun en allavega verður góður matur og jafnvel pínu bjór í árlegu partýi hjá vinunum.

 

Smá mynd að komast á þetta hjá mér og skipulag. Hlakka til að halda áfram!

 

Kv. r

 

2 comments:

Anonymous said...

Vá! Innilega til hamingju með árangurinn!
kv,
Ósk

Anonymous said...

Já, þetta var bara fínt að sjá á blaði einhvern árangur :) Miðað við þetta er maður orðinn bjartsýnn um að reyna að ná 3 kg í viðbót af og komast þá undir 70 sem er langt síðan að maður sá, allavega ekki síðan fyrir barneignir ;) r