Það er ótrúleg ládeyða yfir manni eitthvað núna en sem betur fer gefur maður sér tíma til að mæta og fara í ræktina. Var ótrúlega morgunsvæf í morgun og náði ekki að vakna kl. 6 en ætlaði engan veginn að nenna í hádeginu en dreif mig samt að lyfta skv. áætlun. Ákvað að taka svo bara vel á þessu, tók þyngri lóð en vanalega (sé það að ég hefði átt að vera löngu búin að þyngja aðeins) og er bara endurnærð eftir þetta. Þar sem síðustu vikunni í hlaupaprógraminu er nú að ljúka þarf maður að setja sér ný markmið - taka 5 km á ákveðnum tíma áður en ég held í prógram nr. 2 og svo bara lyfta, lyfta og lyfta!
kv. r.
Djúsí, óbökuð hnetukaka
7 years ago
1 comment:
Er einmitt að reyna leggja áherslu á að lyfta þegar tími gefst ekki í brennslu. Reyni síðan að grennast á mataræðinu :) Takk fyrir að benda mér á brennslu fíkn færsluna... algjör "eye opener"!
Gangi þér vel,
Ósk
Post a Comment