Wednesday, January 14, 2009

Jey - góð æfing áðan

Það er ekki að spyrja að því með þjálfarann góða að þetta var gríðarlega góð æfing áðan, samt bara á svona 80% dampi þar sem æfingafélaginn var með hálfgerða flensu.
En það besta við þetta var þó að hann vissi alveg hvað ég ætti að gera í sambandi við lærin/nárann hjá mér svo vonandi verð ég farin að hlaupa aftur sársaukalaust í byrjun næstu viku eða jafnvel um helgina ef ég næ góðum teygjum á morgun og hinn :) Og nú sé ég fram á að ná markmiðum mínum varðandi hlaupin í vor og sumar.

Svo það verða lyftingardagar nænstu daga með rólegri brennslu og síðan bakka ég aðeins í hlaupaprógraminu og vonandi gengur það aftur jafnvel og áður, mínus verkir.

Vá hvað það lyfti öllu upp að fá svona skýringar og ráðleggingar, er alveg í skýjunum núna eftir góðan dag. Svo reynum við matardagbók eftir helgina og þjálfarinn setur saman eitthvað æfingarprógram líka sem hentar mér!

kv. r

1 comment:

Anonymous said...

Sko! Þetta kemur allt með kalda vatninu :)