Monday, January 26, 2009

Skemmtileg helgi að baki

... en herfileg hvað varðar mat og hreyfingu. Komst/fór ekkert í ræktina en hafði 5 skiptum í vikunni þannig að nú er bara að spýta í lófana og halda áfram, maður er samt enn hálfryðgaður á mánudagsmorgni en það breytist vonandi eftir æfingu!

En þetta var frábær helgi – gaman að sjá það að þessi 3 kg sem eru farin hafi haft eitthvað að segja en þó aðallega styrkingin. Fékk ekkert smá mikið af commentum um hvað ég hefði grennst og liti vel út, allt frá fólki sem hafði ekki hugmynd um að ég væri í einhverju átaki ;) Bara frábært. Þetta sýnir bara það að þótt að ég hafi skv. BMI verið í kjörþyngd (reyndar efri mörkum) að þá er ég að koma mér út úr herfilegu formi sem verður betra og betra með hverjum deginum sem líður. Núna er mig farið að langa að gera allskonar hluti sem maður hefði ekki ímyndað sér áður, s.s. þrekmeistaraæfingar, crossfit og you name it. Kannski næsta haust, maður veit aldrei!

Nú er næsta takmark að lækka enn frekar í fituprósentu og sjá centimetrana fjúka! Verð samt að fara að horfast í augu við þá staðreynd að ég VERÐ að fara að kaupa mér buxur sem haldast uppi :D Bara gaman!

 

Kv. r

1 comment:

Anonymous said...

Snilld!
Innilega til hamingju!