Friday, January 9, 2009

ARG

Ótrúlega hvað maður getur orðið háður þessu að fara svona ört. Nú er ég á bömmer því ég fór ekkert í ræktina í dag, verð að fara á morgun og hlaupa þar sem ég hef bara náð að fara einu sinni að hlaupa í þessari viku. En það verður erfitt að fara á morgun þar sem ég er að faaarast úr harðsperrum í fótum, efri hlutinn í lagi, bara "venjulegar" harðsperrur en ekkert óvinnuhæf.

Svo það er brettið á morgun :D reyna að mýkja aðeins upp á sér vöðvana. Þarf svo að fara að herða mig upp í að fara að lyfta líka í Laugum í lóðahorninu, innan um alla þessa "góðu"!

En annars góðar kveðjur til allra sem eru í átaki.

kveðja, r

2 comments:

Anonymous said...

Guð hvað ég skil þig vel með að meika ekki að lyfta í lóðum... ég fer bara í hraðbrautina, það er dálítið útúr. Svo er hristi tækið algjör snilld :)

rbloggar said...

Já, ég hef ekki enn lagt í hristitækið né hraðbrautina, það er greinilega margt sem að maður þarf að prófa ;)