Jæja, nú er enn ein vikan runnin upp, janúar fer að verða búin! Eins og kom fram í fyrri færslu er nú farið af stað (frá og með deginum í dag) heilsuátak í vinnunni og verða mælingar á morgun, um miðbik átaksins og svo í lokin. Átakið stendur svo fram á vor.
Það verður fínt að hafa smá aðhald. Stefnan er núna að fara að mæla sig markvissar og vigta ásamt því að fara núna 100% í matarátak, sleppa snakkinu á kvöldin og svoleiðis ;) Reyna að borða rétt og hollt með einum nammidegi í viku. Þetta kemur allt svona í smáskrefum hjá mér, nú er ræktin orðin nokkuð stabil og komin meira inn í rútínuna og gæti hreinlega ekki hugsað mér að sleppa henni alveg. Mataræðið hefur verið alveg sæmilegt en ekki nógu markvisst – hef leyft mér of mikið, snakk hér og snakk þar og jafnvel einn bjór eða rauðvínsglas hér og þar. Nú skal vigtin fara niður á við ásamt hinu mikilvæga: að cm fari af og fituprósentan minnki J
Sjáum til hvernig gengur, dagur 1 í dag!
Fór annars í ræktina í morgun á brettið, hlaupin að koma aftur, náði allavega 4 km í morgun og stefni á 5 km í næstu viku. Fínt að taka aðeins á, verkirnir farnir í mjöðm/lærum ;) með hjálp góðra ráða frá þjálfaranum.
Kv. r
2 comments:
rosalega kemur þolið hjá þér fljótt!!
þetta er búið að taka nokkrar vikur með prógraminu, ætla vonandi að "útskrifast" úr því í næstu viku og ná 5 km ;) En já þetta er fljótt að koma þegar að maður byrjar.
Post a Comment