Get sagt ykkur það að ég hef ekki verið mikil (eða bara ekki nein) hlaupamanneskja í gegnum tíðina en ákvað að reyna að byrja núna. Hef fylgt byrjendaprógrammi frá hlaup.is og var komin í næstsíðustu vikuna (hlaupa 14, labba 1, hlaupa 14) (I know ég er bara að byrja). Hljóp svo einu sinni í vikunni, reyndar 14, 2, 15 (á mán) og svo bara í dag og er brjáluð, ég náði ekki nema 14, 2, 10 og þá var ég búin á því ARG. Svo það verður hlaupið af krafti í næstu viku til að geta mjööög fljótlega hlaupið 5 km straight. Get ekki einu sinni kennt um harðsperrunum í dag, þótt þær hafi verið slæmar.
Vonandi gengur þetta betur á morgun og næstu daga. Kveð í bili og fer að horfa á Dr. Who (I know nörd).
kv. r
p.s. varðandi gyminee hef ég ekkert skráð þar inn nýlega - er svo léleg í að finna réttu heitin fyrir lyftingaræfingarnar :S
Djúsí, óbökuð hnetukaka
7 years ago
1 comment:
Vá hvað þú ert dugleg!!! Er alveg sammála með þetta gyminee... finnst það ekki alveg vera að gera sig :)
Post a Comment