hlaupa, er með einhvern eilífðarverk í lærunum sem gerir það að verkum
að ég er með svo til stöðuga verki. Veit ekki alveg hvernig ég á að
tækla þetta, en í þetta skiptið hitaði ég bara upp á bretti, fór svo
aðeins á hjólið og lyfti svo aðeins - hendur. Þannig að þessi æfing var
svona sitt lítið af hvoru, svo er það þjálfarinn á morgun, best að ég
eigi við hann orð um lærin á mér. Ef ég þekki hann þó rétt má búast við
einhverjum harðsperrum í fótum á fimmtudaginn, kannski er bara spurning
að vera dugleg á fimmtudeginum líka og reyna að "æfa" harðsperrurnar úr
manni í staðinn fyrir að gera ekkert?
Æ, er bara svo fúl yfir að geta ekki hlaupið, þolþjálfunin gekk svo vel
og svo kemur þetta. En það styttist í mælingar svo maður verður að
halda áfram að vera duglegur, svo er spurning um að fara að henda inn
vikulegum mælingum?? Kannski, ef ég verð líka dugleg í mataræðinu. Nú
er hreyfingin komin inn í rútínuna og þá er bara að taka mataræðið 100%
með er það ekki bara?
kv. r
3 comments:
En skíðavélin? Getur þú notað hana?
kv, Ósk
Vá, hvað þessi færsla kom asnalega út, sendi hana úr mailinu mínu á macanum.
En hef ekki verið á skíðavélinni, þyrfti að reyna hana. Er bara hrædd líka við að missa niður þetta litla þol sem ég þó hafði náð upp.
r.
Mæli með skíðavélinni... maður fær meira úr henni en hlaupum finnst mér og hún fer betur með alla liði :)
Post a Comment