Úff, hvað var hressandi að taka almennilega á, get ekki beðið eftir tímanum í næstu viku! Og svo reynir maður að skella sér á brettið og hlaupa í fyrramálið eeeeða í hádeginu, er ekki alveg búin að gera það upp við mig.
Markmiðið er að taka 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og jafnvel eins og eitt 5 km hlaup fyrst og verður nú unnið hörðum höndum á að ná þessum markmiðum, þolið er að koma sem er ágætt miðað við manneskju sem hefur ekkert hlaupið áður :D Því var það mikið inspiration að lesa viðtalið við hana Evu Margréti í Fréttablaðinu í dag, mæli með því. Hef einnig lesið bloggið hennar nokkuð reglulega: evaogco.blog.is en það er frábært að fylgjast með þessari jákvæðu fjölskyldu. Ég var nú búin að sjá það á blogginu að hún væri hörku hlaupakona en þvílíkt gaman að því að komast að því að fyrir nokkrum árum var hún bara eins og ég :D
So - brettið og lyfta nokkrum sinnum í viku - reyni að púsla þessu eitthvað saman ;)
kv. r
Djúsí, óbökuð hnetukaka
7 years ago
5 comments:
Frábært takmark... 10km. Gerði þetta fyrir nokkrum árum og endaði með því að hlaupa hálft maraþon þegar kom að hlaupinu :) Passaðu þig bara að eiga góða hlaupaskó annars getur þú eyðilagt á þér hnén :/
úff já, ég gerði það nú þrátt fyrir kreppu að fjárfesta í góðum skóm, hafði átt þá sömu frá því í menntaskóla held ég :S
varðandi áskorunina á þínu bloggi er ég enn að melta þetta, kökur, kex og nammi er ekkert mál en ég veit ekki hvort ég gæti sleppt alveg coke zeroinu :S
OK... komdu þá með mér í köku/kex og nammi bindindi :)
ok, samþykkt - en hef líka minnkað cokeið verulega :D En ég er algjör auli í þessu blogger systemi, þarf að læra á þetta eða skipta. Er einhvers staðar kennsla? Hvernig get ég látið leyfa anonymous comment?
Fann þetta :D
Post a Comment