Friday, January 16, 2009

Skróp

Vá, mér finnst ég hafa verið að skrópa að mæta ekki í ræktina í gær, aðstæðurnar buðu einfaldlega ekki upp á það en finnst þetta samt erfitt. En þegar að það lendir á mér að fara með og sækja börnin í leikskólann ásamt tómstundum þá gefst bara ekki tími - en engar fleiri afsakanir, fer í hádeginu í dag og reyni að skella mér á hjólið og taka almennilega á því. Byrja síðan aftur aðeins að hlaupa á morgun en verð líklega aðeins að bakka í prógraminu út af þessari stuttu pásu.
Stíft aðhald í næstu viku, maður má ekki detta í svindlin - einn svindldagur varð svolítið stór og þá einhvern veginn varð vikan bara ónýt matarlega séð! Ákvörðun tekin um mælingar sem byrja þá á nammidögum, eins gott að það sjáist svo einhver munur ;)

kv. r

3 comments:

Anonymous said...

Ekki hafa áhyggjur þú átt eftir að sjá stór mun!

Hvað ertu að æfa marga daga í viku? Ég t.d æfi 6 sinnum í viku og hef frídaga á sunnudögum... en ef ég "skrópa" eða aðstæður breytast þannig að ég kemst ekki á æfingu þá finnst mér voða gott að æfa á sunnudögum til að jafna út skrópið... .bara pæling :)

kv,
Ósk

rbloggar said...

Þetta hefur nefnilega ekki verið nógu reglulegt hjá mér upp á síðkastið en farið frá 3 upp í 6 skipti sem er ideal, ætla að reyna að hafa lágmark 4 skipti í viku - hef einmitt reynt að fara á sunnudögum ef vikan hefur verið slæm hjá mér.

Anonymous said...

Annað trix er að setja sér mánaðartakmark og verðlauna sig svo ef maður nær takmarkinu... þeas fara á æfingu x mörgum sinnum á mánuði :)

kv,
Ósk