Wednesday, January 21, 2009

So far so good

Jæja, so far so good. Mælingarnar voru því miður ekki í gær en verða vonandi í dag eða á morgun. En náði einni góðri æfingu í gærmorgun, fer svo á eftir svo að hreyfingarlega er allt í góðu. Mataræðið er líka að gera sig, fékk mér reyndar sneið af heimagerðri pizzu í gær, en fyrir utan það er allt brauð farið út (nema hrökkbrauð) og það sem meira er, ekki einn sopi af Coke Zero :D Bara ljúft, ég sakna þess meira að segja ósköp lítið, nema ef ég er ótrúlega þreytt að deginum til en maður getur orðið svolítið lúinn af að mæta snemma í ræktina og taka svo vinnudaginn, gengur ekki alveg nógu vel að sofna.
En, eins og ég segi allt í orden. Ætla að reyna að bæta inn einni lyftingaræfingu í viðbót með hlaupunum þannig að þær verði þrjár. Rak augun í þetta hjá Röggu nagla, sem á hrós skilið fyrir frábæra síðu og ráðleggingar, ásamt því að svara alltaf öllum "aula"spurningum sem rata til hennar.
Mæli með síðunni hennar ;)

kv. r

1 comment:

Anonymous said...

Til lukku með kók zero... frábær árangur! Og matarlega séð... ekkert smá flott!