Saturday, November 21, 2009

Hálfnuð

Jæja, nú er maður hálfnaður á námskeiðinu og þetta er ótrúlega gaman. Tímarnir í WC virðast vera öðruvísi uppbyggðir en í Sporthúsinu svona til að byrja með, mikil áhersla lögð á kennslu og tækni sem er gott og svo endað á einu góðu WODi. Bara gaman.

Nú er ég samt komin á þann stað í æfingunum að ég vil fara að sjá meiri árangur. Og það er algjörlega mér að kenna. Smátt og smátt hefur mataræðið færst á verri hliðina og ýmsir ókostir laumað sér inn aftur, rautt kók, bjór, brauð og fleiri óvinir sem ættu bara að eiga sér stað á nammidögum ef svo oft en virðast hafa dottið inn á fleiri daga vikunnar. Sé sjálf afsökunina: er dugleg að hreyfa mig og má þetta alveg en með þessu næ ég ekkert að bæta mig og nýji tugurinn sem hafði færst svo nálægt mér og glitti stundum í hefur haldið sig þessum 1.5-2 kg frá fast og ekkert þokast í marga mánuði.

 

Spurning um að reyna aðeins að sparka í sjálfan sig seinni part námskeiðisins?

 

R í sjálfsskoðun

Saturday, November 7, 2009

Laugardagur

1 km sund - check :)

r

Fyrsta vikan búin

í Crossfitinu og ég er svooo sátt :) Tímarnir byggjast að miklu leyti
upp í æfingu á tækni og kennslu í æfingum sem ég er mjög sátt við.
Fyrsti tíminn fór t.d. bara í kennslu á uppsetum, hnébeygjum og
armbeygjum :p og gerðar ófáar svoleiðis og svo er endað tímann í einni
æfingu sem hefur hæst farið í 16 mín og vá, maður keyrir sig alveg út.
Síðan eru sett fyrir heimaverkefni þannig að maður er nógu
samviskusamur nær maður góðum 6 æfingum á viku út úr þessu. Helgin
verður nýtt til að gera heimaverkefnið sem sett var fyrir á
fimmtudaginn og ég komst ekki í vegna tónleika og 1 km sunds sem ég á
að gera um helgina. Í hreinskilni sagt er ég þó mjög kvíðin fyrir þar
sem ég er EKKI sundmanneskja en ég mun gera mitt besta og taka
allavega nokkrar ferðir og jafnvel einbeita mér aðeins að bætingu í
sundinu á næstunni.
Held ég reyni að gera eitthvað núna áður en harðsperrurnar hellast
yfir mig af fullum krafti sem ég finn að eru á leiðinni eftir hörku
æfingu í gær :P

kv. r

Sunday, October 18, 2009

Loksins :)

skráði ég mig í Crossfit!

r

Friday, October 9, 2009

Er ekki hætt - ef einhver skyldi slysast hingað inn...

Hef verið í langri hlaupapásu, voða lítið hlaupið frá því í
brúarhlaupinu til að reyna að ná úr mér helv. tognun í lærinu sem
(7,9,13) virðist vonandi vera að fara svo nú bíð ég bara eftir veðri
sem hægt er að hlaupa í (s.s. ekki stormi eins og núna).
Hef verið í þessu með hangandi hendi núna þar sem inn spilaði
utanlandsferð, mikil vinna og fundir og annað og hef hreinlega ekki
verið nógu dugleg að mæta þótt að ég hafi nú aldri misst úr eina viku.

Nú verður spýtt í lófana og haldið áfram.

kv. r

Saturday, August 22, 2009

Reykjavíkurmaraþonið

10 k - 60.59 -> með hálsbólgu svo ég er nokkuð sátt :) Er ekkert smá ánægð að hafa drifið mig, hafði miklar efasemdir í morgun út af hálsinum síðan var þetta bara gaman.
Æðislegt að sjá stemninguna sem myndast í kringum þetta og hvatningin á leiðinni, vá! bara geggjað og maður fékk gæsahúð yfir þessu öllu saman.

Nú er bara spurningin um að bæta sig, Powerade hlaupin í vetur??

kv. r

Friday, August 21, 2009

Hlaup

á morgun og við erum komin með hálsbólgu! Þetta verður eitthvað skrautlegt...

r

Wednesday, August 19, 2009

styttist og styttist

Í 10 km RM og ég get ekki beðið!  Fór í vikunni í fyrsta skipti yfir 10 k og mér leið bara þrusuvel J Bara skemmtilegt og ég hefði getað hlaupið mun lengra, sá fyrir mér í fyrsta skipti að hægt væri fyrir mig að hlaupa 21 jafnvel næsta sumar eða allavega prófa það einhvern tímann. Fannst þetta alltaf vera svo fjarlægur draumur en það er það bara ekki neitt, tala nú ekki um ef ég verð áfram dugleg að hlaupa.

 

Fyrir ári síðan gat ég ekki hlaupið út í sjoppu, hafði ætlað að fara í RM 2008 en gaf mér aldrei tíma til að byrja að hlaupa og þetta var meira bara svona “í orði en ekki á borði” :p (kannski ekki rétt orðað en fann ekkert betra) og nú er þetta bara eitthvað sem er komið til að vera held ég bara. Get bara ekki beðið eftir hlaupinu og ég veit að ég kemst þetta alveg þótt að maður taki þetta kannski ekki undir 60 ;)

 

Nú þarf maður svo bara að fara að finna sér nýtt markmið og ný hlaup til að taka þátt í. Veit þó að ég hlakka til að fara að lyfta aftur reglulega í næstu viku sem hefur setið svolítið á hakanum vegna hlaupaæfinga sem hefur þurft að koma að vegna þess hve stutt var í stóra daginn.

 

Vonandi hlaupa sem flestir, við ætlum allavega öll á mínu heimili J

 

Kv. r

Thursday, August 6, 2009

úff

ok - þetta er farið að styttast óhugnalega mikið - Reykjavíkurmaraþon og maður er bara pínulítið stressaður eftir nokkuð erfiða 5 k keppni í kvöld, á rétt undir 30 og að þurfa að taka helmingi meira á sama hraða!! ÚFF

En æfa, æfa og vera með, er það ekki bara málið??

r

Friday, July 31, 2009

Long time, no see

Og nú styttist óðum í RM þar sem stefnan verður tekin á 10 k en þó með engum metum. Hef enn mest farið bara í rúma 7, þessi vika var svolítið slöpp hjá mér þar sem ég var á Fimmvörðuhálsi síðustu helgi og labbaði hann á einum degi og vikan hefur eiginlega farið bara í að jafna sig eftir það J Vá hvað ég mæli með þessu fyrir alla, ótrúlega skemmtilegt, erfitt, gefandi og bara allur pakkinn!

Fór þó út í gær og tók um 4 sem gekk bara vel svo nú er ég aftur farin af stað. Vatnsmýrarhlaup jafnvel í vikunni og svo bara lengja, lengja, lengja.

 

r

Friday, July 17, 2009

Vika í bústað að baki

Og furðu lítið slakað á. Náði að fara tvisvar út að hlaupa á malarvegunum, engar vegalengdir lagðar að baki svo sem en tekið á því í sprettunum í staðinn og æfingar á eftir :) Sleppti mér ekkert í matnum, hamborgarar hollir með salsasósu og sýrða rjóma sósunni minni með nóg af grænmeti og nýr uppáhaldsmorgunmatur: hafragrautur með múslí :)
En þetta var nú ekki tekið alveg 100%, það slæddist inn stöku rauðvín með matnum og bjór á kvöldin en það var nú svo sem öll óhollustan (fyrir utan held ég einn ís í hitanum ;) ). Og vitið þið, ég bara fann ekkert fyrir þessu að ég væri að sleppa einhverju. Gat einfaldlega ekki hugsað mér pulsur í vegasjoppum eða einhvern sjöbbí hamborgara, þetta var bara svoooo gott.
En nú er alvara lífsins aftur tekin við, skellti mér það sem átti að vera 6 k í hitanum áðan en var víst bara 5,78 skv. Google earth og vá ég var á floti! Tvær góðar æfingar planaðar í næstu viku + hlaupin en ég nældi mér í hlaupaprógram frá "Sigga P" sem ég ætla mér að reyna að fylgja eftir. Nú er bara lagst á bænina og óskað eftir Garmin eða sambærilegu sem ég þarf ekki að selja úr mér líffæri fyrir ...

kv. r

Thursday, July 2, 2009

Greinilega eitthvað slakað á

í blogginu þessa dagana en ég er þó hvergi nærri hætt, hvorki í bloggi né hreyfingu. Hmm, síðan síðast... Já ég skellti mér í Jónsmessuhlaupið :S bætti mig nú þó ekki síðan í síðasta hlaupi (en fékk ekki verri tíma) en ég mæli ekki með því að skella sér á létta æfingu klukkutíma fyrir hlaupið, þetta var bara pínu erfitt sko (eða bara alveg rosalega) en hafðist þó! Nú er bara að spýta í lófana og fara að æfa fyrir 10 km 22. ágúst sem ég er búin að skrá mig í :D
Æfingar ganga ágætlega að öðru leyti, mættu kannski vera örlítið reglulegri og tíðari en ná þó yfirleitt þrisvar í viku með einhverjum hjólatúrum inn á milli svo þetta er svo sem ekkert svo slæmt.
Mataræði í sæmilegum gír, finnst alltaf svo gott að borða hollt og ferskt á sumrin ;)

kveðja ef einhver er að lesa
r

Wednesday, June 17, 2009

Gleðilegan þjóðhátíðardag

Og mæli með því að byrja daginn á Esjunni :) 1.05 upp að steini í frábæru veðri og bara gaman. Ef ég hefði vitað hvað ég var nálægt klukkutímanum hefði ég nú gefið aðeins í en aumingja húsbandið mitt hefði nú getað farið mun hraðar, tók m.a.s. upp á því að skokka upp í eitt skiptið. En góður tími samt sem áður, stefni á betri tíma næst samt auðvitað :)
Kvennahlaup eða Jónsmessuhlaup framundan? hmm...

kv. r

Thursday, June 11, 2009

Er ekki kominn tími á blogg?

Ég er enn á lífi og enn á fullu! Fyrsta Esjuferðin komin og farin með tilheyrandi hælsæri sem orsakaði hreyfingarleysi nær algert næstu dagana (komst ekki í skó!) en alltaf skal ég brenna mig á þessu svona fyrst á sumrin J, stefni í aðra fljótlega þó, maður verður að ganga sjálfan sig og skónna til fyrir hálsinn í sumar. Hlaupin halda áfram, aðeins verið að grípa í badmintonspaðann og síðan er auðvitað átak í vinnunni eins og alltaf. Alltaf gott að hafa smá gulrót og í þetta skiptið verður átakið bara stutt eða fjórar vikur þannig að ég ætla að reyna að standa mig svolítið vel núna og komast í nýja langþráða tugatölu…

Var annars að taka þetta svolítið saman, held að engin vika síðan í september hafi verið alveg hreyfingarlaus fyrir utan kannski tvær vegna veikinda. Hef aldrei náð svona árangri áður og er alveg gríðarlega stolt af þessu. Þetta (hef svo sem sagt þetta áður) er greinilega komið til að vera og ég ætla EKKI að missa þetta niður. Hef verið niður á við í öllum mælingum síðan í haust, aldrei er mikið að fara en þetta er svona hægt og örugglega og kemst þá vonandi á leiðarenda.

 

Bláa Lónið á sunnudaginn, karlinn að keppa, kannski ég taki þátt á næsta ári (kitlar ótrúlega að fara núna en held að ég bíði aðeins) J

 

Kv. r

 

 

Wednesday, May 20, 2009

Allavega búin að hjóla einu sinni

Já, náði að hjóla í gær, 22 km alls og skellti mér svo á hlaupaæfingu um kvöldið. Er ekki frá því að maður hafi verið svolítið búinn á því eftir þetta allt saman. Frábært að hjóla í svona góðu veðri og ánægð með að hafa ekkert þurft að fara af hjólinu. Í fyrra man ég eftir að hafa þurft að stíga stundum af hjólinu, t.d. á leiðinni heim þegar að maður var að hjóla upp Borgarspítalabrekkuna nú eða brekkuna við hliðina á kirkjugörðunum en núna tók maður þetta eins og ekkert væri (segi það nú kannski ekki alveg, þetta var erfitt en hafðist).
Línuskautanámskeið í dag, er ekki sumarið yndislegt!

Friday, May 15, 2009

smá update

Jæja, sumarið komið og ég ekki einu sinni búin að hjóla í vinnuna L En það stendur vonandi til bóta í næstu viku en það er búið að vera klikkun í skutleríi og veseni þessa vikuna. Annars ganga æfingarnar sæmilega vel, nú fer að koma að því að við störtum “sumarátaki” í vinnunni og þá eflist maður aftur upp:

Annars ætla ég að byrja í hlaupahóp í næstu viku og gera þetta svolítið markvisst. Annars er það bara útiveran, línuskautar og góðar æfingar úti, bara gaman. Mataræðið bara sæmó en hreyfingin hefur stundum dottið niður í þrisvar í viku :S en það stendur til bóta með hlaupunum!

 

Kv. r

 

Thursday, May 7, 2009

Sumarið handan við hornið

Og þá opnast svo margir möguleikar hreyfingarlega séð J Nú er hjólað í vinnuna byrjað og að sjálfsögðu ætlar maður að taka þátt, get reyndar ekki byrjað fyrr en í næstu viku en hey, skila 22 km allt í allt fyrir daginn svo ég er nú bara sátt við það! Skelltum okkur svo vinkonurnar á línuskauta í gær og vá, það var svo gaman.

Annars er þetta búið að ganga bara nokkuð vel – datt niður í smá leti en hætti þó aldrei alveg, var kannski bara ekki að taka alveg nógu mikið á í ca. 10 daga en hef þó haldið mig á beinu brautinni miðað við allavega fjórar æfingar í viku, annað hvort hlaupa eða lyfta og svo núna bætist við hjól og línuskautar J Leið samt vel að lesa svo Gnístran tanna færsluna hennar Röggu, greinilega algeng tilfinning að fá smá leiða.

Stutt takmark: ná einu 10 km hlaupi í júní og fara að finna mér tíma til að komast á Esjuna J

 

Later,

 

r

Sunday, April 26, 2009

Letihelgi

en skellti mér samt út og tók 3 km rétt fyrir kvöldmatinn bara svona að gera eitthvað ;) Ætlaði að deila með ykkur sósunni sem ég hafði með hamborgaranum, bara til að vera ekki að drekkja þessu í sömu sósunum alltaf hreint og þessi er líka miklu hollari! Svona pseudo-tzatziki sósa
Stal henni frá Röggu nagla:


1/2 lítil dós hreint KEA skyr (í bláu dollunum)

1/2 lítil dós Mjólku Sýrður rjómi (í appelsínugulu dollunum)

1 bréf Græsk krydd frá Knorr (fást 3 í pakka í grænmetisdeildinni í Hagkaup)

Öllu hrært saman.

Geymist í kæli og er í góðu lagi í allavega 1-2 vikur.

Þetta er tvímælalaust nýja uppáhaldssósan mín :)

kv. r

Saturday, April 25, 2009

Áii

Harðsperrur frá helvíti - lappirnar á mér eru að kenna á því eftir hörku tíma í gær svo það er kosningahvíld í dag :) Yndislegt veður í dag og loksins finnst manni eins og það sé að koma sumar, krakkarnir úti að hjóla og kríta og bara gott og gaman.
Nú fer svo að koma að því að maður reyni að fara að finna sér eitthvað prógram til að fylgja, spurning hvort það er 10 eða 21 en honestly - veit ekki hvort ég hafi andlegt úthald til að hlaupa í tvo tíma! Gef mér út mánuðinn til að ákveða - kannski fer ég bara eftir 21 km prógraminu og ákveð mig svo :) Þarf allavega að redda mér hugmyndum til að setja á ipodinn sem hægt er að hlusta á svona lengi :p
Ætla að reyna að skella inn einhverjum linkum - athuga hvað ég kann á þessu bloggi sem virðist vera komið til að vera.

kv. r

p.s. hef grun um að ekki líði á löngu þangað til ég kemst í nýja tugatölu með þessu áframhaldi!

Thursday, April 23, 2009

Vantar nýtt takmark!

I DID IT! Þ.e. hljóp allavega í hlaupinu í dag og vá hvað þetta var gaman! Er nokkuð ánægð með tímann þótt að mjög lítið hefði vantað upp á draumamarkmiðið sem var að taka þetta undir 30. Tíminn á klukkunni þegar að ég hljóp í gegn var 30.48, næst byrja ég framar í röðinni :D Algjörlega himinlifandi með þetta þótt ég eigi eftir að sjá hver skráður tími er, vafalaust eitthvað hærri.
Nú þarf maður bara eitthvað nýtt til að stefna að :)

Læt hér fylgja með nýja síðu með hollum uppskriftum!

Gleðilegt sumar!

kv. r

Tuesday, April 21, 2009

Er enn hér

Náði ekki nema þremur æfingum í síðustu viku (þó tveimur með þjálfara) og einu hlaupi og er síðan búin að vera hálflasin og er enn með hálsbólgu. Komst aðeins á brettið í dag og var gjörsamlega dauð eftir 2.5-3 km, svitnaði bara við að stíga upp á brettið :( Svo nú er bara spurningin, tekur maður þátt á fimmtudaginn?? Örugglega auðveldara að hlaupa úti og kannski hægt að gíra sig upp í þetta en úff - smá valkvíði, líka af því að maður var búinn að ákveða þetta fyrir löngu...

r

Tuesday, April 14, 2009

Yndislega stuttar vikur framundan

bara gott að hafa svona fjögurra daga vikur, mæli með þeim. :) Annars gengu páskarnir bara vel, missti mig ekkert í matnum eða páskaeggjunum og hreyfingin gekk bara sæmilega, annað hvort hlaupið eða hjólað alla dagana og kickbox á laugardeginum.
Svolítið skrítið að vera ekki með móral en líka bara gott. Svo er það bara keppnin í næstu viku :S og halda áfarm að lyfta, er búin að ákveða að fara og ekkert mun stoppa mig nema veikindi :) Verð bara að vera dugleg að fara út þangað til, ekki svo slæmt í svona góðu veðri eins og er búið að vera!

Vorkveðjur,
r

Tuesday, April 7, 2009

Hjúff tíminn líður

og nú er komin upp tilkynning fyrir hlaupið sem ég var búin að nefna að ég myndi taka þátt í. Ef maður á ekki að klikka á þessu er eins gott að maður fari að taka 5 km nokkrum sinnum í viku fram að hlaupi - takmarkið er að ná undir 30 eins og oft hefur komið fram áður :)
Komin aftur á fullt líka í lyftingunum, hörkutími áðan og skráð í tvo í næstu viku þar sem fituprósentan hafði ekkert farið niður síðan í síðustu mælingu þannig að enn er ég ekki komin undir 30% sem verður takmarkið mitt núna. Allavega fór vigtin eitthvað niður svo maður má ekki vera bara svartsýnn.
Annars er bara spurningin hvort ekki eigi að fara að skrá sig í hlaupið....?
kv. r

sem ætlar að vera rosalega dugleg og activ í páskafríinu og ekkert að slaka á í hreyfingum þótt maður leyfi sér meira í mat!

Saturday, April 4, 2009

5 km á 32

og það úti :) Ekkert smá stolt af sjálfri mér, svolítið erfitt að hlaupa þegar að maður hefur ekki hugmynd um hvað tímanum líður og þarf bara að giska, var að vona að ég hefði náð þessu undir 40 og var ekkert smá sátt þegar að ég kom inn og sá tímann :) Ég sé m.a.s. að ég hefði getað gefið aðeins meira í og náð þessu undir 30 :D Geymum það fyrir keppnina ;)
Tók svo armbeygjur þegar að ég kom inn og svo var karlinn með afmælisboost handa mér tilbúið, bara gott!

Friday, April 3, 2009

Jey

náði allavega að drattast í tíma áðan með stelpunum - fínt að hafa einhvern annan sem gerir rútínuna og segir manni hvað maður á að gera, tekið vel á höndum svo það er nokkuð erfitt bara að skrifa á lyklaborðið :)
Bara gott. Hlaup um helgina, allavega á morgun þar sem ég er í fríi og á "ammmæli" :)

R

Leti í gangi

Síðustu tvo daga, magaverkir í gangi og slen og var bara heima í gær og gleymdi m.a.s. að armbeygjurútínuna mína! En tími í dag og svo verður maður að drattast um helgina þrátt fyrir afmæli því ekki gengur að hætta alveg. Maður má nú ekki missa sig í sukkið bara þótt það sé að koma sumar J En magaverkirnir áttu sér eftir allt saman eðlilegar mánaðarlegar skýringar svo núna er það bara harkan sex og halda áfram.

Verð að passa mig að detta ekki niður í hlaupunum en kannski var þessi hvíld bara ágæt þar sem ég var komin með smá verki framan á sköflungana, hef allavega eitthvað hvílt núna.

 

Kv. r

Tuesday, March 31, 2009

Þjálfun

Þar sem þjálfarinn okkar er ekkert við þessa vikuna kom það í minn hlut í þetta skiptið að setja saman prógram fyrir okkur í vinnunni sem er bara gaman. Ótrúlegt hvað það munar miklu að vera með einhvern með sér í þessu upp á lyftingarnar og æfingar og við púluðum sko veeel í þessum tíma. Svo tekur einhver önnur að sér næsta tíma en með góðu ætti ég að ná að lyfta þrisvar í þessari viku sem er bara gott. Síðan má nú vorið alveg fara að koma svo maður geti farið að fara almennilega út að hlaupa án þess að fjúka eða frjósa í hel! Er orðin frekar pirruð og vil fá vorið og hana nú!

Mataræði enn nokkuð gott svo þarf maður bara að passa sig um páskana, sem betur fer hef ég aldrei verið mikið fyrir páskaeggin en ég virðist þó eiga mikið auðveldara með að halda reglu þegar að ég er í vinnunni heldur en heima :S Þarf að vinna betur í þessu.

 

Kv. r

 

 

Monday, March 30, 2009

5 á 33

 

 

Svo þetta er allt að koma! Gleymdi hinsvegar hvernig armbeygjuprógramið væri en ég tók 3x5 í staðinn og það coverar þá daginn í dag. Furðulítið mál! Verð síðan í vonandi fínu lyftingarprógrami á morgun svo vikan byrjar mjööög vel J

 

Svo sér maður bara til hvað tekur við eftir 23. apríl!

 

Kv. r

Saturday, March 28, 2009

5 á 35

þ.e. 5 km á 35 mín á bretti áðan. Ok, viðurkenni að ég tók kannski 3 5 sek öndunarbreak (stigið af, ekki stoppað) þannig að þetta voru kannki 4.95 á 35 mín eeeennn það þýðir að maður nær kannski 5 á 30 eins og planið er og þá fer ég í hlaupið á sumardeginum fyrsta! Er bara ánægð með að hafa ekki stoppað eftir 30 mín (eins og ég geri í hádeginu alltaf þar sem ég hef ekki samvisku að taka langan mat) svo núna í stað þess að sjá hvað ég næ langt á 30 mín ákvað ég að sjá hvað ég tæki 5 á :)

kv. r

Friday, March 27, 2009

Vikulok!

Vikan er bara búin að vera aldeilis ágæt. Farið í ræktina mán-fim og næ vonandi að taka eina góða hlaupaæfingu um helgina svo overall er þetta bara fínt. Árshátíðin síðustu helgi var mjög skemmtileg og karlinn var dreginn út að hlaupa daginn eftir þótt það sé kannski ekki eitthvað sem verður oft á dagskránni :S Hann er svo mikið skreflengri en ég þannig að þegar að hann labbaði hratt var ég alveg á fullu, og samt ekki eins og ég sé neitt smápeð! En flott að hafa hann með einstaka sinnum svo ég nái upp hraða :p
Var mun meðvitaðri um matinn og svona þannig að vonandi er maður komin á sæmilega beina braut núna þótt hún sé ekki þráðbein, allavega í bili. Byrja síðan á armbeygjunum í næstu viku! og omg maður bara kvíðir fyrir.

Góða helgi annars ;)
r

Wednesday, March 25, 2009

Arg

Hryllilega pirruð á sjálfri mér núna. Annað hvort hefur ræktin niðri í Laugum verið re-calibreruð (fannst hún alltaf sýna minna en t.d. heima en ákvað að fara bara á þá vigt til að hafa samræmi) eða þá að ég hef þyngst um 1.5 kg síðan við síðustu vigtun. Sem getur vel hafa gerst eftir allt saman OG árshátíð. Stupid ég fór að leyfa mér ýmislegt þar sem “allt gekk svo vel” og vigtin væri nú á niðurleið og ræktin á uppleið! Fór að fá mér einstaka langloku og svona í hádeginu, eggjanúðlur á kvöldin (með brokkólí reyndar en þessi kolvetnaskammtur er ekki sniðugur sem kvöldmatur) og sleppa inn brauði hér og þar sem bara má ekkert gerast. Eftir góða commentið sem ég fékk síðast frá þjálfaranum út af matardagbók hefur sá hluti ekki verið í lagi! Þarf að fara að setja aftur inn matardagbók og svo halda líka áfram þegar að hlutirnir ganga vel.

Það vantar svo sem ekki að ég fór 5x í ræktina í síðustu viku og næ því líklega núna líka en hinn hlutinn þarf bara líka að vera í lagi og ég veit alveg upp á mig sökina. Þannig að nú byrjar maður upp á nýtt matarlega séð. Er með ljúffengt kjúklingasalat í hádeginu og reyni að gera mér ommelettu í kvöld.

Vona svo bara að harðsperrurnar fari að lagast svo maður geti skellt sér í armbeygjuprógramið í næstu viku, hugsa bara að ég taki þetta á tánum þótt að þær séu kannski ekki enn nógu djúpar og fallegar :S.

Kv. r

Wednesday, March 18, 2009

Hér sé stuð

 

Það er virkilega eins og það sé að koma vor! Ræktin gengur fínt, farið tvisvar að hlaupa í vikunni, reyndar inni í hádeginu en nú er stefnan að ná að taka 5 km á 30 mín eða skemur og vonandi kemur það fyrr en varir. Stefni á föstudaginn!! Svo er það bara æfing með þjálfa á morgun og svo baaaalll á laugardaginn, get ekki beðið! Reyni nú samt að fara í ræktina líka þann dag svo maður geti gætt sér eitthvað á gæðamatnum sem verður í boði. Dreg svo karlinn út að hlaupa í þynkunni á sunnudaginn áður en það verður náð í börnin, eða það er planið allavega. Bíðum og sjáum hvernig vikan verður! En – er allavega búin að ákveða það að vorið er komið J

 

Kv. r

Friday, March 13, 2009

Vikulok

Og hún hefur bara verið nokkuð góð, mætti standa mig betur í mataræðinu en fór mán-fim í ræktina, þ.e. tvisvar að lyfta (hörkuæfingar báðar með stelpunum) og tvisvar út að hlaupa. Síðan er planið að taka lyftingar aftur á morgun og hlaupa á sunnudag. Er samt alvarlega að spá í að prófa að tékka á einhverjum byrjendahlaupahópum þar sem ég þarf að komast hraðar! Er stundum of hrædd við að auka hraðann því maður vill ekkis springa. En þetta kemur allt saman hlýtur að vera. J

Þegar að maður er kominn aftur sæmilega af stað er minna mál að drífa sig heldur en þegar að maður er búinn að vera latur. Nú þarf maður bara að taka jákvæðnina á þetta í kreppunni og ekki missa dampinn. Sem betur fer er mikil heilsuvakning hjá vinnufélögum þannig að við erum nokkuð mörg samtaka í þessu. Síðan er bara að horfa á Biggest loser og lifa sig inn í last chance workout æfingarnar og pikka upp mola hér og þar. Tala nú ekki um þegar að maður er að fylgjast með fleiri en einni seríu!

Kv. r

Tuesday, March 10, 2009

Varð að skella þessu inn

Þar sem ég er eiginlega bara himinlifandi eftir mælingarnar og svekkt yfir að hafa ekki lagt aðeins meira á mig ;) Frá því að átakið í vinnunni hófst fyrir ca. 6-7 vikum hef ég reyndar lést lítið eða um 500 g (er reyndar alveg viss um að meira hafi farið en ég síðan bætt því aftur á mig í letikastinu hér um daginn og veikindunum) en fituprósentan farið niður um 3.5 %. Bað hann síðan um að tékk á fituprósentunni síðan í október þegar að við byrjuðum sjálfar og þá hef ég farið úr 38% niður í 31.5% - er svaðalega sátt núna og nú skal ég komast niður fyrir 30%!

kv. r sátta :D

Jæja vikan byrjuð

Og so far so good. Náði að komast út að hlaupa í gær og fer á lyftingaæfingu í dag ásamt mælingu sem ég hlakka ekki til að fara í, veit upp á mig skömmina L Núna er planið að taka þetta af alvöru – ekki stoppa og ætla að gera þetta seinna  heldur að ná jafnri yfirferð yfir þetta allt saman, vorið fer að koma og nóg að gera fyrir sumarið!

Það styttist óhugnlega lega í 5 km hlaupið sem ég var búin að ákveða að fara svo nú verð ég að vera dugleg að fara út og ég ætla að ná þessu sæmilega og enn og aftur lyfta, lyfta, lyfta. Er aðeins að reyna að sparka í rassinn á sjálfri mér hérna til að ná að ýta mér áfram, ekki veitir af. Vonandi fæ ég enn meira boost eftir að ég sé árangurinn úr mælingunum í dag og þær tölur sem þar koma, býst við að þær ýti mér aftur af stað L

 

Kv. r

Friday, March 6, 2009

Vá hvað er auðvelt að detta í gamla farið

Og sleppa því að fara í ræktina. Byrjaði vikuna ágætlega, fór mánudag og þriðjudag en sleppti því síðan næstu tvo daga. Þarf eiginlega að byrja algjörlega upp á nýtt varðandi mataræðið, er farin að leyfa mér of mikið og eiginlega orðið meira af því sem ég er að ”leyfa” mér heldur en því sem ég á að vera að borða. Brauðið er að lauma sér inn aftur og mér finnst ég vera 5 kg þyngri en í síðustu viku en hef ekki þorað að kíkja á vigtina, fer á morgun og kíki í Laugar og tékka þar :S Ekkert sem ég vil endilega en held að maður þurfi eins og smá blauta tusku í andlitið til að koma sér aftur inn í hollustuna og sjá afleiðingarnar af sukkinu síðustu daga.

Þarf að herða mig virkilega í mataræðinu eins og ég sagði og næsta vika skal vera muuun betri hvað þetta varðar. Reyni að blogga samviskusamlega um það J

 

Nóg af væli, fer til þjálfarans á eftir og svo vonandi góð æfing á morgun. Þarf svo að fara að koma aftur hlaupaprógraminu í gang en maður missir örugglega heilmikið af árangrinum sem áður var náð við að stoppa svona L

 

Kv. r

 

 

Monday, March 2, 2009

Mars

Fyrsta æfingin í viku í dag - hlaup á bretti í vinnunni - frekar erfitt, náði ekki fulla hálftímanum mínum :( Þarf greinilega að vinna mikið upp eftir vikuveikindi með tilheyrandi hóstaköstum. En nú er maður búinn að jafna sig svo það er stefnt að góðri viku núna :D Allt of stutt í árshátíð t.d. og sumarið framundan, er það ekki bara??

kv. r

Friday, February 27, 2009

Fráhvörf

 

Úff, hef ekki hreyft mig frá því á mánudaginn, legið heima með kvef dauðans og hálsbólgu og slappleika og er með vinnuhelgi núna og vonast til að eiga einhverja orku eftir hana EN MIG LANGAR Í RÆKTINA. Finnst eins og ég þurfi að byrja á 0-punkti eftir þetta. Síðan borðar maður ekkert vel í svona veikindum – alltof sjaldan og jafnvel alltof lítið svo þetta er bara pirrandi!! Vá hvað ég ætla að taka á því í næstu viku, vonandi er ég bara ekki búin að missa of mikið niður L

 

R svartsýna

 

Monday, February 23, 2009

Ég er ekki að verða veik, ég er ekki að verða veik

... get the point?
Allavega helgin var bara fín. Var svoooo löt á laugardaginn þegar að ég var að reyna að drífa mig af stað í ræktina að ég ákvað að drífa mig af stað í kickbox tíma til að fá einhvern til að reka mig áfram. Mjög fínn tími bara ;) Hefði mátt taka aðeins meira á því þó því að ræktin í Laugum sýndi +100 g síðan síðasta laugardag en miðað við mataræðið í vikunni (eða kannski einstaka bjór) er ég sátt við að þyngjast ekki. Nammidagurinn teygðist aðeins of langt í báða enda!
Í gær ætluðum við hjónin út að skokka en það var svo gott veður að við ákváðum bara að drífa familíuna út í hjólatúr í staðinn og vá hvað þetta var hressandi. En greinilega er formið aðeins betra en í fyrravor því þessi fyrsti túr ársins var mun auðveldari en fyrsti túrinn á síðasta ári, þrátt fyrir að afkvæmið aftan á hjá mér sé búið að stækka aðeins og þyngjast ;)
Umm, það var verið að koma með bollur hingað á deildina, maður má fá sér allavega eina er það ekki? Svo æfing hjá þjálfara á eftir og lúxusdagur á morgun :D En þetta veltur allt á því að hálsinn fari að opnast í stað lokast og kvefið fari. Ætla að secreta þetta bara í burtu, hef engan tíma fyrir eitthvað svona.
kv. r

Thursday, February 19, 2009

Áfram áfram

 

Rosalega er alltaf gott þegar að maður er búinn í ræktinni, alveg sama hvað maður var latur þegar að maður fór af stað, það er svoooo gott að vera búin. Þarf að spýta í lófana og vera dugleg út vikuna og um helgina til að ná tilætluðum fjölda mætinga í ræktinni, þarf að bæta það upp að hafa ekki komist til þjálfarans vegna veikinda barns. Fór og hljóp í hádeginu á bretti og tók bara ágætlega á því! Er fegin að ég lét ekki undan letipúkanum sem var á öxlinni og hafði betur í gær (ok var þá að vinna í 14 tíma svo það var kannski smá lögleg afsökun ;) ) kv. r

Tuesday, February 17, 2009

Sit og blogga í nýjum buxum

:D Já verslaði pínu um helgina, buxur og bol - en er líka pínu að vona að stærð 10 komi kannski einhvern tímann aftur!
En að mataræði, kynnti matardagbókina mína fyrir þjálfaranum í dag eftir æfingu og hann var bara sæmilega ánægður með þetta. Er að borða allavega fimm sinnum á dag, 8, 10, 12, 15 og 18-19.
Einn dagur getur litið svona út:
8 - 2 hrökkbrauð með kotasælu og osti eða t.d. hafragrautur m/rúsínum eða boozt (hreint KEA skyr - ber - haframjöl - banani og djús)
10 - ávöxtur (hann mælti með ávexti og t.d. lítilli jógúrt) eða hrökkbr. með ks og osti ef ég hef borðað t.d. boozt að morgni.
12 - ef það er kjúlli eða fiskur í mötuneytinu sem mér líst vel á er ég mætt (er reyndar mjög kresin á fik - þarf að bæta mig), annars eru buffin frá Móður Náttúru mjög vinsæl með kotasælu og tacosósu (eða sólskinssósu). Mikið grænmeti.
15 hrökkbr. með osti eða ávöxtur (honum fannst æði að sjá hrökkbrauð með hnetusmjöri þarna á listanum) eða t.d. speltflatkaka með osti sem ég elska
18-19 Kvöldmatur heima - er að reyna að venja mig af því að borða brauð eða pasta á kvöldin ef ég hef borðað í hádeginu - er oft með kjúklingavefjur/linsubaunabuff/burritur með hakki og grænmeti

Eins og sést er ég svolítið mikið kotasælufan sem byrjaði reyndar bara á síðasta ári, áður gat ég ekki borðað hana en finnst þetta lostæti í dag. Tók út allt venjulegt brauð nema á nammidögum en ég gat alveg borðað það á morgnana, hádeginu og á kvöldin þess vegna.

Kannski lítur þetta út fyrir að vera óspennandi en ég er aldrei svöng og finnst þetta gott - ef mér er boðið í mat eða eitthvað gómsætt er í hádegismatnum fæ ég mér alveg, bara mikið grænmeti og kjöt, minna af kolvetnunum, sleppi þeim samt auðvitað ekki alveg ;) Væri gaman að fá fleiri hugmyndir samt af réttum, tek svona skorpur af því sem að mér finnst gott og síðan sný ég mér að næsta "góða" mat :D

kv. r

Thursday, February 12, 2009

Frí í dag

 

 

Fékk eitthvað tak eftir æfingu á þriðjudaginn, tók eitthvað vitlaust á og vakna núna upp á morgnana ónýt í herðablaðinu/öxlinni. Ætla því að reyna að hvíla í dag (átti að fara að lyfta) en mér finnst það svo erfitt. Tek svo bara almennilega á um helgina svo ég náði að “gróa”.  Fór aftur út að hlaupa í gær, tók þá 4 km og fer aftur á morgun. Bara gaman en þarf að leggjast yfir leiðarnar sem ég er að hlaupa svo ég viti ca. hvað ég er að fara – hélt t.d. að ég hefði farið um 5 í gær en þetta voru bara 4 – hef ekkert sense fyrir þessu :p

Hef svo ákveðið að veita mér verðlaun um helgina – ætla að fara og reyna að finna mér buxur, það er þó því miður svo langt síðan að ég spanderaði síðast á mig góðum gallabuxum að ég þarf að leita svolítið að einhverri góðri verslun J Tími ekki að kaupa mér rándýrar buxur því enn mega margir centimetrar fara J

 

Kv. r

Tuesday, February 10, 2009

Vikan byrjar vel

 

 

Hafði mig út í það að fara ÚT að hlaupa í gær – og vá hvað ég er til í að gera þetta í sumar. Þetta var ótrúlega fínt, fór bara stutt eða um 3 km (skv. Viku 1 á nýja prógraminu mínu) en ég var alveg hissa hvað þetta var auðvelt og gaman! Allar afsakanir í heimi þutu í gegnum hausinn þegar að ég var að undirbúa þetta, á ekki nógu góð föt/undir skóna, ipodinn rafhlöðulaus o.sv.frv. en hafði mig af stað og hlakka til að fara aftur J Síðan var góð lyftingaræfing f.h. í dag þannig að þetta er allt bara í blússandi góðu. Hlakka til áframhaldsins.

Er annars farin að skrá niður æfingar/hlaup/lyftingar inni á hlaupadagbókina, fínt að fá smá yfirsýn yfir þetta allt saman. Fannst gyminee ekki alveg vera að gera sig en þarna er ekki mikil niðurflokkun, meira svona svipað og er í Lífshlaupinu ;) Matarræði gott í dag – heilsuvika í vinnunni.

 

Kv. r

Monday, February 9, 2009

Pirringur

Út í annað fólk núna. Nú þegar að svona hópátak er í gangi er merkt við mætingar í ræktina. Af hverju þarf fólk sem vill/getur/nennir ekki að vera með í átakinu vera að agnúast út í þá sem mæta vel og hafa gaman að þessu? Get alveg lofað fólki því að öfgarnar eru ekkert rosalegar hjá mér þótt að ég reyni að mæta fimm sinnum í ræktina í viku og segi nei við súkkulaði þegar að mér er boðið það. Mér líður betur andlega og líkamlega og hvers vegna í ósköpunum er það ekki nóg? Vill fólk að manni mistakist og detti aftur í sama farið og það er kannski sjálft? Er orðin leið á því að heyra svona hluti eins og ”öllu má nú ofgera”, ”það er allt í lagi að leyfa sér eitthvað” og ”það er ekki eðlilegt að vera með harðsperrur”, ”hvernig nennir þú að fara svona oft í ræktina”, ”fólk með fjölskyldur hefur ekki þennan tíma!” ARG, ef ég myndi leyfa mér allt sem er verið að bjóða upp á gæti ég alveg eins gleymt því að sjá árangur, mér finnst ég missa af einhverju ef ég skrópa í ræktinni og jú, ég er með fjölskyldu en ég gef mér tíma! Get alveg dregið eitthvað af sjónvarpstímanum á kvöldin, farið fyrr að sofa og mætt fersk í ræktina fyrir vinnu. Ég GEF mér tíma!

 

Pirringur dagsins var í boði mánudags.

 

Friday, February 6, 2009

Vá góð æfing

 

 

í hádeginu í dag. Fórum nokkrar saman í einn góðan hring og vá, maður var hálfskjálfandi á eftir. Eins og ég var ekki að nenna að fara af stað er þetta alltaf jafngott þegar að maður er búin. Sem er ágætt, vikan riðlaðist öll hjá mér, þjálfarinn breytti tímanum frá fim yfir í mið í vikunni, fór svo ekkert í gær en ef ég næ að fara á morgun eða sunnudag næ ég lágmarksmarkmiðinu sem er fjórum sinnum í viku. Jæja, plön mega stundum breytast ;) Rotast svo bara í kvöld þegar að maður loksins kemst heim til sín og helgin framundan, frekar busy samt með barnaafmæli og þess háttar en samt gott að geta eytt tíma með familiunni ;)

 

later, gater,

r.

Thursday, February 5, 2009

Harðsperrur

sem er yndislegt eftir æfingu í gær. Nú er mig farið að þyrsta í nýjar lyftingaæfingar svo ég verð að óska eftir þeim í næstu viku frá þjálfa, um að gera að læra réttu handtökin fyrst að ég er að þessu á annað borð.
Nú er Lífshlaupið farið af stað, um að gera að virkja vinnufélaga í smá hreyfiátak á meðan, það munar ekkert um að skrá þetta þarna inn líka þar sem maður er hvort sem er að hreyfa sig ;) Ætla svo að reyna að komast og hlaupa í dag, þarf að fara að auka hraðann hjá mér og spretta inn á milli. Gaman að vera komin með besta þol sem ég hef haft síðan að ég var krakki, sem þó mætti auðvitað vera enn betra og er það stefnan ;)

kv. r

Tuesday, February 3, 2009

Fróðleiksmoli

Áhugaverð grein í sambandi við mataræði.

er núna í því að safna að mér smá fróðleik ;)

Upprif í gangi

Þetta var því miður þriggja daga hvíld hjá mér – þriggja daga helgi. Gærdagurinn klúðraðist allur, afsakanir ofan á afsakanir + tímaleysi svo nú þarf ég að sparka svolítið í mig og drífa mig af stað. Ætla í hádeginu í dag og á morgun, fimmtudaginn e. vinnu með þjálfara og föstudaginn um morguninn. Þetta er planið allavega, nú tökum við þetta bara einn dag í einu. Þessi vika verður hell að púsla saman en það skal hafast J

Baráttukveðjur til allra sem hafa enst og haldið áfram með áramótaátakið, maður sér að það er aðeins að minnka fjöldinn á stöðvunum.

 

Kv. r

Thursday, January 29, 2009

Endurnærð

Það er ótrúleg ládeyða yfir manni eitthvað núna en sem betur fer gefur maður sér tíma til að mæta og fara í ræktina. Var ótrúlega morgunsvæf í morgun og náði ekki að vakna kl. 6 en ætlaði engan veginn að nenna í hádeginu en dreif mig samt að lyfta skv. áætlun. Ákvað að taka svo bara vel á þessu, tók þyngri lóð en vanalega (sé það að ég hefði átt að vera löngu búin að þyngja aðeins) og er bara endurnærð eftir þetta. Þar sem síðustu vikunni í hlaupaprógraminu er nú að ljúka þarf maður að setja sér ný markmið - taka 5 km á ákveðnum tíma áður en ég held í prógram nr. 2 og svo bara lyfta, lyfta og lyfta!

kv. r.

Monday, January 26, 2009

Skemmtileg helgi að baki

... en herfileg hvað varðar mat og hreyfingu. Komst/fór ekkert í ræktina en hafði 5 skiptum í vikunni þannig að nú er bara að spýta í lófana og halda áfram, maður er samt enn hálfryðgaður á mánudagsmorgni en það breytist vonandi eftir æfingu!

En þetta var frábær helgi – gaman að sjá það að þessi 3 kg sem eru farin hafi haft eitthvað að segja en þó aðallega styrkingin. Fékk ekkert smá mikið af commentum um hvað ég hefði grennst og liti vel út, allt frá fólki sem hafði ekki hugmynd um að ég væri í einhverju átaki ;) Bara frábært. Þetta sýnir bara það að þótt að ég hafi skv. BMI verið í kjörþyngd (reyndar efri mörkum) að þá er ég að koma mér út úr herfilegu formi sem verður betra og betra með hverjum deginum sem líður. Núna er mig farið að langa að gera allskonar hluti sem maður hefði ekki ímyndað sér áður, s.s. þrekmeistaraæfingar, crossfit og you name it. Kannski næsta haust, maður veit aldrei!

Nú er næsta takmark að lækka enn frekar í fituprósentu og sjá centimetrana fjúka! Verð samt að fara að horfast í augu við þá staðreynd að ég VERÐ að fara að kaupa mér buxur sem haldast uppi :D Bara gaman!

 

Kv. r

Friday, January 23, 2009

Er sátt eftir mælingu

 

Jæja, fór í “hálfa” mælingu hjá einkaþjálfaranum, náði honum í mýflugumynd á milli kúnna þar sem hann náði að taka helstu mælingar sem þarf fyrir upphaf heilsuátaksins hér í vinnunni. Hann ætlaði svo að taka almennilega mælingu eftir rúma viku þar sem allt verður tekið og reiknað út. Hann náði s.s. ekkert að reikna neitt út núna (cm farnir, fituprósentan) en allavega eru 3 kg farin ásamt því að hann sagði að töluvert af centimetrum væru farnir :D Fannst þetta í fínu lagi hjá mér svo ég er líklega sú eina sem var mæld í upphaf átaksins sem var virkilega sátt :D Þetta er svo sem ekkert gríðarlegur árangur, held ég hafi verið mæld mánaðarmótin okt-nóv en samt, jólin inn í þessu ásamt því að ég veit að það er uppbygging á vöðvum með inni í þessu ;)

 

Fyrsta svindlið áðan í föstudagskaffinu hér í vinnunni en samt bara pínu brauð og pínu ostasalat, hef haldið mig frá brauði alla vikuna svo þetta telst varla með. Kvíði hálfpartinn fyrir “nammidegi” á morgun en allavega verður góður matur og jafnvel pínu bjór í árlegu partýi hjá vinunum.

 

Smá mynd að komast á þetta hjá mér og skipulag. Hlakka til að halda áfram!

 

Kv. r

 

Thursday, January 22, 2009

Og enn beðið eftir mælingu

 

 

...sem hefur frestast af óviðráðanlegum orsökum hjá þjálfaranum en krossum putta að það verði á morgun J

En annars allt gott enn sem komið er, lyftingaræfing í morgun, en þó í styttra lagi sökum morgunleti en náði þó að taka vel efri part. Þessi vika ætlar að vera nokkuð góð bara hjá mér (7,9,13). Vonandi steypist maður bara ekki niður í þunglyndi á morgun eftir mælinguna ;)

 

Later r (sem er orðin biggest loser aðdáandi en saknar þeirra í sjónvarpinu)

Wednesday, January 21, 2009

So far so good

Jæja, so far so good. Mælingarnar voru því miður ekki í gær en verða vonandi í dag eða á morgun. En náði einni góðri æfingu í gærmorgun, fer svo á eftir svo að hreyfingarlega er allt í góðu. Mataræðið er líka að gera sig, fékk mér reyndar sneið af heimagerðri pizzu í gær, en fyrir utan það er allt brauð farið út (nema hrökkbrauð) og það sem meira er, ekki einn sopi af Coke Zero :D Bara ljúft, ég sakna þess meira að segja ósköp lítið, nema ef ég er ótrúlega þreytt að deginum til en maður getur orðið svolítið lúinn af að mæta snemma í ræktina og taka svo vinnudaginn, gengur ekki alveg nógu vel að sofna.
En, eins og ég segi allt í orden. Ætla að reyna að bæta inn einni lyftingaræfingu í viðbót með hlaupunum þannig að þær verði þrjár. Rak augun í þetta hjá Röggu nagla, sem á hrós skilið fyrir frábæra síðu og ráðleggingar, ásamt því að svara alltaf öllum "aula"spurningum sem rata til hennar.
Mæli með síðunni hennar ;)

kv. r

Monday, January 19, 2009

Enn ein vikan runnin upp

Jæja, nú er enn ein vikan runnin upp, janúar fer að verða búin! Eins og kom fram í fyrri færslu er nú farið af stað (frá og með deginum í dag) heilsuátak í vinnunni og verða mælingar á morgun, um miðbik átaksins og svo í lokin. Átakið stendur svo fram á vor.

 

Það verður fínt að hafa smá aðhald. Stefnan er núna að fara að mæla sig markvissar og vigta ásamt því að fara núna 100% í matarátak, sleppa snakkinu á kvöldin og svoleiðis ;) Reyna að borða rétt og hollt með einum nammidegi í viku. Þetta kemur allt svona í smáskrefum hjá mér, nú er ræktin orðin nokkuð stabil og komin meira inn í rútínuna og gæti hreinlega ekki hugsað mér að sleppa henni alveg. Mataræðið hefur verið alveg sæmilegt en ekki nógu markvisst – hef leyft mér of mikið, snakk hér og snakk þar og jafnvel einn bjór eða rauðvínsglas hér og þar. Nú skal vigtin fara niður á við ásamt hinu mikilvæga: að cm fari af og fituprósentan minnki J

 

Sjáum til hvernig gengur, dagur 1 í dag!

 

Fór annars í ræktina í morgun á brettið, hlaupin að koma aftur, náði allavega 4 km í morgun og stefni á 5 km í næstu viku. Fínt að taka aðeins á, verkirnir farnir í mjöðm/lærum ;) með hjálp góðra ráða frá þjálfaranum.

 

Kv. r

Friday, January 16, 2009

OMG OMG

Brjálað heilsuátak í vinnunni, keppni og alles - ekki veitir af að veita smá aðhald :S

Tímasetningin hentar svo sem ágætlega ;)

kv. r

Skróp

Vá, mér finnst ég hafa verið að skrópa að mæta ekki í ræktina í gær, aðstæðurnar buðu einfaldlega ekki upp á það en finnst þetta samt erfitt. En þegar að það lendir á mér að fara með og sækja börnin í leikskólann ásamt tómstundum þá gefst bara ekki tími - en engar fleiri afsakanir, fer í hádeginu í dag og reyni að skella mér á hjólið og taka almennilega á því. Byrja síðan aftur aðeins að hlaupa á morgun en verð líklega aðeins að bakka í prógraminu út af þessari stuttu pásu.
Stíft aðhald í næstu viku, maður má ekki detta í svindlin - einn svindldagur varð svolítið stór og þá einhvern veginn varð vikan bara ónýt matarlega séð! Ákvörðun tekin um mælingar sem byrja þá á nammidögum, eins gott að það sjáist svo einhver munur ;)

kv. r

Wednesday, January 14, 2009

Jey - góð æfing áðan

Það er ekki að spyrja að því með þjálfarann góða að þetta var gríðarlega góð æfing áðan, samt bara á svona 80% dampi þar sem æfingafélaginn var með hálfgerða flensu.
En það besta við þetta var þó að hann vissi alveg hvað ég ætti að gera í sambandi við lærin/nárann hjá mér svo vonandi verð ég farin að hlaupa aftur sársaukalaust í byrjun næstu viku eða jafnvel um helgina ef ég næ góðum teygjum á morgun og hinn :) Og nú sé ég fram á að ná markmiðum mínum varðandi hlaupin í vor og sumar.

Svo það verða lyftingardagar nænstu daga með rólegri brennslu og síðan bakka ég aðeins í hlaupaprógraminu og vonandi gengur það aftur jafnvel og áður, mínus verkir.

Vá hvað það lyfti öllu upp að fá svona skýringar og ráðleggingar, er alveg í skýjunum núna eftir góðan dag. Svo reynum við matardagbók eftir helgina og þjálfarinn setur saman eitthvað æfingarprógram líka sem hentar mér!

kv. r

Tuesday, January 13, 2009

Komst þetta

Náði að fara í ræktina seinnipartinn - en því miður næ ég enn lítið að
hlaupa, er með einhvern eilífðarverk í lærunum sem gerir það að verkum
að ég er með svo til stöðuga verki. Veit ekki alveg hvernig ég á að
tækla þetta, en í þetta skiptið hitaði ég bara upp á bretti, fór svo
aðeins á hjólið og lyfti svo aðeins - hendur. Þannig að þessi æfing var
svona sitt lítið af hvoru, svo er það þjálfarinn á morgun, best að ég
eigi við hann orð um lærin á mér. Ef ég þekki hann þó rétt má búast við
einhverjum harðsperrum í fótum á fimmtudaginn, kannski er bara spurning
að vera dugleg á fimmtudeginum líka og reyna að "æfa" harðsperrurnar úr
manni í staðinn fyrir að gera ekkert?

Æ, er bara svo fúl yfir að geta ekki hlaupið, þolþjálfunin gekk svo vel
og svo kemur þetta. En það styttist í mælingar svo maður verður að
halda áfram að vera duglegur, svo er spurning um að fara að henda inn
vikulegum mælingum?? Kannski, ef ég verð líka dugleg í mataræðinu. Nú
er hreyfingin komin inn í rútínuna og þá er bara að taka mataræðið 100%
með er það ekki bara?

kv. r

Klúður.is

Vaknaði snemma í morgun og fór í ræktina. Þegar að þangað var komið kom í ljós að helmingurinn af dótinu hafði verið skilinn eftir heima svo ég byrjaði snemma að vinna með þeirri ætlan að kíkja bara í ræktina eftir vinnu.

En ég er svooo þreytt núna að það verða þung skrefin í ræktina seinnipartinn. Vonandi drattast maður bara af stað þar sem planaður er góður matur í kvöld með góðum vinum.

 

L r

 

Monday, January 12, 2009

Prófa að senda inn færslu

Athugum hvort að þetta gangi.

 

Var mætt rúmlega sex í ræktina, vííí :D Vikan byrjar allavega vel. Skipti þessu aðeins niður núna, fór tæpa þrjá á brettinu (náði allavega að svitna vel þótt ég hafi ekki náð að hlaupa skv. plani, harðsperrur enn til staðar L.

 

EN, náði að taka ágætlega á því í staðinn í lyftingunum. Vonandi heldur vikan bara áfram að vera góð og ekki væri það nú verra ef ég myndi ná að mæta aðeins á morgnana. Síðan er það bara þjálfarinn aftur í vikunni og nú verður mataræðið tekið með í vikunni J

 

Kv. r

Saturday, January 10, 2009

Hlaup

Get sagt ykkur það að ég hef ekki verið mikil (eða bara ekki nein) hlaupamanneskja í gegnum tíðina en ákvað að reyna að byrja núna. Hef fylgt byrjendaprógrammi frá hlaup.is og var komin í næstsíðustu vikuna (hlaupa 14, labba 1, hlaupa 14) (I know ég er bara að byrja). Hljóp svo einu sinni í vikunni, reyndar 14, 2, 15 (á mán) og svo bara í dag og er brjáluð, ég náði ekki nema 14, 2, 10 og þá var ég búin á því ARG. Svo það verður hlaupið af krafti í næstu viku til að geta mjööög fljótlega hlaupið 5 km straight. Get ekki einu sinni kennt um harðsperrunum í dag, þótt þær hafi verið slæmar.

Vonandi gengur þetta betur á morgun og næstu daga. Kveð í bili og fer að horfa á Dr. Who (I know nörd).

kv. r

p.s. varðandi gyminee hef ég ekkert skráð þar inn nýlega - er svo léleg í að finna réttu heitin fyrir lyftingaræfingarnar :S

Friday, January 9, 2009

ARG

Ótrúlega hvað maður getur orðið háður þessu að fara svona ört. Nú er ég á bömmer því ég fór ekkert í ræktina í dag, verð að fara á morgun og hlaupa þar sem ég hef bara náð að fara einu sinni að hlaupa í þessari viku. En það verður erfitt að fara á morgun þar sem ég er að faaarast úr harðsperrum í fótum, efri hlutinn í lagi, bara "venjulegar" harðsperrur en ekkert óvinnuhæf.

Svo það er brettið á morgun :D reyna að mýkja aðeins upp á sér vöðvana. Þarf svo að fara að herða mig upp í að fara að lyfta líka í Laugum í lóðahorninu, innan um alla þessa "góðu"!

En annars góðar kveðjur til allra sem eru í átaki.

kveðja, r

Thursday, January 8, 2009

Maður hafði þetta af

Úff, hvað var hressandi að taka almennilega á, get ekki beðið eftir tímanum í næstu viku! Og svo reynir maður að skella sér á brettið og hlaupa í fyrramálið eeeeða í hádeginu, er ekki alveg búin að gera það upp við mig.
Markmiðið er að taka 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og jafnvel eins og eitt 5 km hlaup fyrst og verður nú unnið hörðum höndum á að ná þessum markmiðum, þolið er að koma sem er ágætt miðað við manneskju sem hefur ekkert hlaupið áður :D Því var það mikið inspiration að lesa viðtalið við hana Evu Margréti í Fréttablaðinu í dag, mæli með því. Hef einnig lesið bloggið hennar nokkuð reglulega: evaogco.blog.is en það er frábært að fylgjast með þessari jákvæðu fjölskyldu. Ég var nú búin að sjá það á blogginu að hún væri hörku hlaupakona en þvílíkt gaman að því að komast að því að fyrir nokkrum árum var hún bara eins og ég :D

So - brettið og lyfta nokkrum sinnum í viku - reyni að púsla þessu eitthvað saman ;)

kv. r

Wednesday, January 7, 2009

Fyrsti tíminn á morgun

Úff, á morgun byrjar alvaran aftur í ræktinni - fyrsti tíminn hjá einkaþjálfaranum sem ætlar að taka okkur nokkrar í gegn :S Í febrúar er svo stefnan sett á mælingar sem kíkja kannski hingað inn á síðuna.
Var sæmilega dugleg í ræktinni yfir hátíðarnar, en matarlega séð hefði ég mátt standa mig miklu betur, fyrir utan bjórinn og rauðvínið sem maður drakk með matnum og á kvöldin en nýjir tímar á nýju ári!

Læt vita hvernig þetta fer allt saman, allavega erum við hjónin komin í svaka átak :D

kv. r

Prufa

Athugum hvort að maður verði duglegri við að halda sér við efnið ef hægt er að blogga um árangurinn, með þessu er auðvitað verið að tala um átak 2009, en ekki hvað.

Sjáum til hvernig gengur.

xoxo